Entries by Rima Feliksasdóttir

Heimsókn frá slökkviliðinu

Hressir menn frá Slökkviliðinu í Vík heimsóttu nemendur í 3.-⁠4 bekk. Nemendur lærðu ýmislegt meðal annars um reykskynjara, brunateppi, umgengni við kerti og hvernig á að haga sér ef upp kemur eldur. Nemendi í 3. bekk fékk getraun til að taka með sér heim og vinna með foreldrum, henni skila hann svo aftur í skólann og fá vasaljós að launum. Dregið verður úr réttum lausnum eftir 11.janúar og fá þeir sem dregnir verða út verðlaun frá slökkviliðinu. Við þökkum slökkviliðsmönnum kærlega fyrir komuna.

Kaffihúskvöldið okkar

Kaffihúskvöldið okkar í Víkurskóla tókst mjög vel og var að venju vel sótt.  Þessi viðburður skólastarfsins er haldinn í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Karl Anders nemandi í 8. bekk og verðlaunahafi Stóru-Upplestrarkeppninnar 2018 las nokkur ljóð eftir Þórarinn Eldjárn. Egill nemandi í 7. bekk og Marton nemandi í 10. bekk spiluðu á […]

Skólaþing nemenda í 5.-10. bekk

Einn af grunnþáttum menntunar í grunnskóla er lýðræði og mannréttindi. Í Víkurskóla leggjum við áherslu á þjálfa börn í samræðum og virkri hlustun. Viðleitni í þá átt er skólaþing nemenda. Við héldum slíkt þing í gær miðvikudaginn 17. nóvember með þátttöku nemenda í 5.-10. bekk. Viðfangsefni þingsins voru málefni sem tengjast skólanum með beinum hætti […]

Katla 100 ára

Einn af stóru viðburðum ársins hjá okkur í Víkurskóla var 100 ára afmæli eldstöðvarinnar Kötlu, 12. október. Þess var minnst með gríðarstórri ráðstefnu sem fór fram í íþróttahúsinu okkar. Hlutverk nemenda í afmælisundirbúningnum var að útbúa skreytingar og fræðsluefni sem prýddu skólann og íþróttahúsið á hátíðinni. Eldri nemendur tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá sem var […]

List fyrir alla í Víkurskóla

Í dag fengu við góðan gest í heimsókn í skólann okkar á vegum verkefnisins ,,List fyrir alla’’ sem er verkefni á vegum íslenska ríkisins. Markmið verkefnisins er að nemendur fái í gegnum grunnskólagönguna að upplifa sem flest listform. Að þessu sinn fengu nemendur að upplifa brúðuleikhús á vegum Handbendis sem er lítið brúðuleikhús á Hvammstanga. […]

Brúðuleikhús

Í dag bauð Þjóðleikhúsið í samstarfi við Brúðuheima nemendum í 1.-6. bekk og elsta hópi leikskólans upp á leiksýningu. Sýningin heitir Sögustund og henni stýrir brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik. Þessi sýning fer vítt og breitt um landið og er viðleitni Þjóðleikhússins til að verða meira þjóðleikhús. Við þökkum Þjóðleihúsinu kærlega fyrir komuna til okkar. Skólinn fékk […]