Skólahreysti 2024

Lið Víkurskóla keppti í undanriðlum Skólahreysti 18. apríl. Krakkarnir stóðu sig afar vel og stuðningsliðið var magnað. Við þökkum jafnframt Arndísi Evu Vigfúsdóttur fyrrum nemanda við skólann kærlega fyrir að keppa fyrir hönd síns gamla skóla.

Listalestin á Hvolsvelli

Dagana 16. og 17. apríl héldu nemendur í 8.-10.b á Hvolsvöll til að taka þátt í listasmiðjum á vegum Listalestar HÍ. Fyrir smiðjunum stóðu listkennslunemendur Listaháskóla Íslands, en árlega halda þeir listasmiðjur fyrir grunnskóla utan höfuðborgarsvæðisins með áherslu á samruna listgreina. Verkefnið Listalestin er unnið í samstarfi við List fyrir alla.
Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli tóku einnig þátt í verkefninu og var nemendum skipt í sjö smiðjur þvert á skóla. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og lauk formlega með listasýningu í Hvolnum á Hvolsvelli miðvikudaginn 17. apríl.

 

Skólakeppni Raddarinnar

Skólakeppni Raddarinnar, upplestrarkeppni skólanna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja fór fram þann 11. apríl s.l. Það eru 7. bekkingar sem ár hvert æfa síg sérstaklega í upplestri og velja svo fulltrúa til að mæta á lokakeppni skólanna. Umsjón með æfingahluta verkefnisins hefur Þuríður Lilja Valtýsdóttir umsjónarkennari. Að þessu sinni fer lokakeppnin fram á Hellu 30. apríl n.k. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði. Það verða þau Ingólfur Atlason og Diljá Mist Guðnadóttir sem munu lesa upp fyrir hönd skólans á lokakeppninni.

 

Víkurskóla í Skólahreysti

Fimmtudaginn 18. apríl keppir lið Víkurskóla í Skólahreysti.

Keppnin hefst klukkan 14:00 og er sýnd í beinni útsendingu á RÚV.

Áfram Víkurskóli!

Páskakveðja

Árshátíð Víkurskóla

Menntaverðlaun Suðurlands 2023

Víkurskóla hlotnaðist sá heiður að taka á móti Menntaverðlaunum Suðurlands í gær, verðlaunin fengum við ásamt Kötlu jarðvangi en við höfum átt frábært samstarf við Jóhannes jarðfræðing hjá jarðvanginum og þá hefur skipt miklu máli áhugi og velvild stjórnar jarðvangsins gagnvart verkefninu.

https://www.sass.is/vikurskoli-og-katla-jardvangur-hlutu-menntaverdlaun-2023/

Lífshlaupið 2024

Lífshlaupið,hvatningarverkefni ÍSÍ er hafið og að venju á Víkurskóli tvö lið í keppninni, nemendur og starfsmenn. Það átti vel við að keppnin hófst 7. febrúar en þann dag bar einmitt upp á skíðaferð eldri nemenda og jafnframt notuðu yngri bekkir tækifærið og fóru út að renna. Víkurskóli hvetur nemendur og foreldra til að taka sameiginlega þátt í þessu frábæra hreyfiátaki. Hægt er að fylgjast með framgangi keppninnar á lifshlaupid.is

Skíðaferð í Bláfjöll

Nemendur í 7.-10. bekk fóru í skíðaferð í Bláfjöll 7. febrúar. Eins og alltaf er mikil spenna í kringum skíðaferðir skólans þar sem þetta er talsvert ferðalag og alltaf ótryggt hvernig aðstæður eru á skíðasvæðinu. Ferðin gekk mjög vel og krakkarnir nutu þess að renna sér í brekkunum. Á heimleiðinni var stoppað í pizzu í Hveragerði og allir komnir til síns heima fyrir klukkan 20:00. Góður upptaktur fyrir Lífshlaupið sem hófst einmitt þennan dag.

Nemendafélagið styrkir Björgunarsveitina Víkverja

Krakkarnir í 5.-6. bekk tóku að sér að halda flotta hlutveltu í upphafi aðventu á sama tíma og foreldrafélagið var með sitt árlega jólaþemasíðdegi. Nemendafélagið hafði áður lagt til að ágóðinn færi til að styrkja okkar góðu Björgunarsveit, Víkverja. Öll númer seldust upp og fulltrúar nemendaráðs, Olof Jóhann Ísólfur og Bragi Þór afhentu Orra Örvarssyni ágóðann 85 þúsund krónur á Litlu-jólum Víkurskóla. Nemendráð færir Margréti Harðardóttur á Hótel Dyrhólaey og Kolbrúnu Matthíasdóttur kærlega fyrir stuðninginn við þetta verkefni en þær gáfu að stórum hluta alla vinningana.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is