Þjóðlegir dagar, kveðskapur, dans og þorrablót

Þjóðlegir dagar í Víkurskóla voru einstaklega vel heppnaðir. Þessum þemadögum lauk í gær á árlegum þorrablóti Víkurskóla. Meðal þess sem nemendur lærðu var að gera  ferskeytlur og fór fram samkeppni um bestu vísubotnana. Valdir voru bestu, fyndnustu og frumlegust botnarnir og fengu sigurvegararnir smá verðlaun afhent. Að venju var snæddur þorramatur og gaman að sjá að krakkarnir voru óhræddari en oft áður að smakka hinar ýmsu tegundir, kannski vegna þess að nú var búið að undirbúna jarðveginn og kynna þessa fornu matarhefð meira og betur á þemadögunum.

Að afloknum þorramat komu allir saman í holinu og sungu saman þorralög undir stjórn Alexöndru tónskólastjóra og nemendaráð fluttu vandaðan annál skólaársins sem þau höfðu tekið saman. Þvínæst var tekið í spil, nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen og nemendur 5.-10. bekkjar spiluðu félagsvist. Það voru þær Maja Rutkowska í 1. bekk og Íris Anna Orradóttir í 9. bekk sem urðu hlutskarpastar í hvorum flokki og fengu hamborgaraveislu í  verðlaun sem veitingastaðurinn Smiðjan gaf.

Jón Pétur danskennari var líka hjá okkur þessa viku og eins og alltaf var boðið upp á opna æfingu í síðasta tímanum. Foreldrum/forráðamönnum var að venju boðið að koma og fylgjast með og það er afar skemmtilegt hversu vel þessi viðburður er sóttur. Jón Pétur slær alltaf upp balli í lokin þar sem allir koma saman á dansgólfinu.

Heimsókn á þjóðlegum dögum

Við fengum hana Kristbjörgu Hilmarsdóttur textílhönnuð og bónda á Þykkavabæjarklaustri í heimsókn til okkar á þjóðlegum dögum skólans. Hún sýndi krökkunum glæsilegt handverk sem hún vinnur, einnig ýmis handbrögð við ullarvinnslu og síðast en ekki síst sagði hún krökkunum frá mörgu sem tengist íslensku handverki fyrr og nú. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og þetta var mjög vel heppnað og við þökkum Kiddu kærlega fyrir að koma.

Þjóðlegir dagar

Dagana 18.-25. janúar verður skólastarf Víkurskóla með þjóðlegu ívafi, þar að auki verður Jón Pétur danskennarinn okkar með námskeið mánudag til miðvikudag.

Hér er yfirlit yfir það helsta sem verður á döfinni. Þjóðlegir dagar 2024

16 desember

Jólafrí

15 desember

Litlujól

14 desember

Jólaball

Kaffihúsakvöld 2023

Einn af föstu póstum skólastarfsins er kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni kom Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og myndskreytir til okkar. Hún las úr bókum sínum en hún leggur áherslu á að semja bækur fyrir mismunandi áhugasvið barna enda eins og hún segir krakkarnir eiga líka að geta valið sér bókmenntategundir eins og fullorðnir.

Nemendur Víkurskóla tóku einnig þátt í kvöldinu, nemendur 7. bekkjar lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson í tilefni af því að æfingatímabil fyrir upplestrarkeppnina Röddina hefst á þessum degi. Kór Tónskóla Mýrdælinga söng og var þetta í annað skiptið sem þessi glænýi barnakór kom fram undir stjórn Alexöndru Chernyshovu. Síðast en ekki síst þá tóku allir nemendur skólans þátt í að baka fyrir kaffihúsið en hún Victoria Reinholdsdóttir töfraði fram glæsilegt kaffihlaðborð með nemendum. Á veggjum skólans gaf að líta verkefni sem unniðhefur verið að í haust, m.a. stórt þemaverkefni nemenda í 2.-6. bekk sem fjallaði um Fugla og gróðurfar í Mýrdalshreppi. Að venju var húsfyllir á þessum viðburði.

Tombóla í Víkurskóla fimmtudaginn 23. nóvember

Krakkarnir í 5.-6. bekk Víkurskóla ætla halda tombólu til styrktar Björgunarsveitinni í Vík

Kaffihúskvöld 2023

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is