Sniðin í Víkurfjöru mæld upp í tíunda skipti í Víkurfjöruverkefninu

Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn miðvikudag, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru og staðsetningu fjörukambsins. Er þetta tíunda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og í þriðja skipti sem fjörukamburinn er mældur, en hann er mældur einu sinni á ári á meðan sniðin eru mæld fjórum sinnum. Mælingarnar gengu vel í annars ágætu veðri, og þá var tíminn einnig nýttur í að skoða lítillega nýja varnargarðinn sem er óðum að rísa austan við Vík. Hægt er að lesa frekar um Víkurfjöruverkefnið hér ásamt því að skoða niðurstöður nemenda, og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.

Háskóli Íslands í heimsókn

Háskólalestin kom í heimsókn í Víkurskóla þann 4. maí s.l. Að þessu sinni gátu nemendur í 5.-10. bekk valið úr fimm smiðjum, efnafræði, eðlisfræði, japönsku, forritun og sjúkraþjálfun. Hver smiðja var 90 mínútur að lengd og allir gátu valið sér þrjár smiðjur. Nemendur úr Kirkjubæjarskóla komu að þessu tilefni í heimsókn og tóku þátt. Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr verkefninu Háskóli unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frábær viðburður í skólastarfinu og skemmtileg tenging þessara skólastiga.

Ísgerð hjá 1. -6. bekk

Nemendur í 1.- 6. bekk í Víkurskóla fóru í útikennslu í Syngjanda. Þar var kveiktur upp í eldstæðinu. Verkefnið var að nota ísmola í ísgerð. Virkilega skemmtilegt verkefni þar sem nemendur bjuggu til sinn eiginn ís og fengu sér svo að sjálfsögðu að smakka. Sjón er sögu ríkari.

 

 

 

 

 

 

Heimsókn frá samstarfsskóla í Erasmus+

Við fengum heimsókn frá samstarsskóla okkar I Liceum Ogólnokształcące im. Juliusza Słowackiego í Przemysl, Póllandi. Hingað komu tveir kennarar, þær Tamara og Renata og tvær stúlkur, Amelia  Og Ewa. Þær  tóku þátt í skólastarfinu í þrjá daga. Annar kennarana ,Tamara Ryzner, hefur áður komið til okkar í heimsókn í öðru samstarfsverkefni. Eins og alltaf lærdómsríkt að fá gesti í heimsókn, bæði fyrir nemendur og kennara. Victoria Reinholdsdóttir verkefnastjóri Erasmus+ hélt utan um alla þræði og móttöku hópsins.

Undankeppni Raddarinnar

Undankeppni fyrir upplestrarkeppnina Röddina var haldin í Víkurskóla föstudaginn 21. apríl. Fjölskyldum keppenda var boðið að koma og stóðu allir keppendur sig með prýði.
Leikar fóru þannig að Óliver Ísar og Sigurgeir Máni eru fulltrúar Víkurskóla í lokakeppninni. Andri Berg er varamaður.

Í Víkurskóla erum við öll sammála um að skákin er leikur. Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er einnig skyld listum. Þetta snýst ekkert um um “annaðhvort/eða” heldur svarar hver skákmaður fyrir sig. Í 3.-6.bekk teflum við vikulega og vissulega fá sumir ánægju úr úr sigri á andstæðingi, öðrum líkar hrifningin þegar falleg leikflétta gengur upp, meðan öðrum finnst einfaldlega skemmtilegt að tefla. Þessir efnilegu skákmenn útbjuggu sína eigin taflmenn, hver og einn með sinn eiginleika og útlit og tóku góðan leik.

Páskakveðja

Nemendur og starfsfólk þakka öllum þeim sem komu á árshátíð Víkurskóla 2023 kærlega fyrir komuna. Þá fá öll þau fjölmörgu sem aðstoðuðu við að gera árshátíðina eins glæsilega og raun bar vitni miklar þakkir frá Víkurskóla. Nemendur og starfsfók Víkurskóla senda ykkur bestu óskir um gleðilega páska.

Skólastarf hefst að nýju 11. apríl n.k.

Myndir frá árshátíðinni eru hér.

Nemendur 9.-10.bekkjar fóru í leikhús

Nemendur í 9.-10. bekk fengu heimboð í Hvolsskóla á leiksýninguna ,,Góðan daginn faggi“. Fyrir sýningu voru nemendur boðnir í mat í Hvolsskóla og þaðan var haldið í Félagsheimilið Hvol.

Þetta er sýning sem upphaflega var sett upp í Þjóðleikhúsinu við mikið lof og hefur síðan farið víða um land sem farandssýning. Góðan daginn, faggi er eins manns heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum. Höfundarnir eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78.

Víkurskóli þakkar fyrir góðar mótttökur á Hvolsvelli.

Dagur stærðfræðinnar

Alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Af því tilefni undirbjuggu stærðfræðikennarar skólans verkefni þar sem allir nemendur skólans komu saman. Þema dagsins var form stærðfræðinnar. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot. Myndirnar tala sínu máli.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is