Skólareglur Víkurskóla

Við förum  eftir settum reglum og komum fram við nemendur og starfsfólk af virðingu:

  • við mætum  stundvíslega og með þau gögn sem við þurfum að nota hvern dag. Veikindi eða önnur forföll  skal tilkynna í skólann. Leyfi í 3 daga eða lengur þarf að sækja um skriflega til skólastjóra/deildarstjóra. Öll röskun sem verða kann á námi nemenda vegna lengri leyfa er á ábyrgð forráðamanna
  • við  gerum okkur far um að gera skólann okkar að ánægjulegum vinnustað,  með prúðmannlegri framkomu; sýnum hjálpsemi,  erum tillitssöm og göngum  vel um jafnt  innan dyra sem utan. Við göngum hljóðlega um ganga og annað sameiginlegt rými
  • við megum  koma á reiðhjólum, hlaupahjólum, hjólaskautum eða hjólaskóm í skólann ef foreldrar leyfa slíkt og ef við erum með hjálma og tilskilinn hlífðarbúnað. Skýrt skal tekið fram að þessi tæki eru alfarið á ábyrgð foreldra og nemenda
  • notkun farsíma, leikjatölva og annars sem truflar nám og kennslu er óheimil  í kennslustundum
  • skólinn tekur ekki ábyrgð á persónulegum munum s. s. peningum, i-pod, myndavélum
  • við erum eingöngu með gosdrykki og sælgæti í skólanum við sérstök tækifæri með leyfi starfsmanna
  • notkun tóbaks, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum og á skólalóðinni
  • kennurum allra deilda  er frjálst að setja frekari reglur um umgengni og almenn samskipti með eða án samráðs við nemendur sína. Þær séu kynntar forráðamönnum og öðru starfsfólki skólans
  • skólareglur Víkurskóla gilda hvar sem er á vegum skólans s. s. á ferðalögum
  • starfsmenn skóla og forráðamenn nemenda skulu stuðla að þvi að nemendur virði reglur skólans
  1. Ef brot verða á reglum ræðir starfsmaður  við nemanda, leitað er lausna og bættrar hegðunar og nemanda gefst tækifæri til að leiðrétta og bæta fyrir brot án viðurlaga
  2. Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á reglum skólans skal umsjónarkennari leita orsaka þess og reyna að ráða bót á. Verði samt ekki breyting til batnaðar skal umsjónarkennari leita aðstoðar skólastjórnenda. Ávallt skal leitað eftir samvinnu við foreldra / forráðamenn nemenda um úrlausn mála
  3. Skólinn áskilur sér rétt  til að fara eftir V. kafla 11., 12. og 13. gr. í reglugerð  um ábyrgð og skyldur aðila  skólasamfélagsins í grunnskólum.  Sjá 1040/2011

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is