Nemendafélagið styrkir Björgunarsveitina Víkverja

Krakkarnir í 5.-6. bekk tóku að sér að halda flotta hlutveltu í upphafi aðventu á sama tíma og foreldrafélagið var með sitt árlega jólaþemasíðdegi. Nemendafélagið hafði áður lagt til að ágóðinn færi til að styrkja okkar góðu Björgunarsveit, Víkverja. Öll númer seldust upp og fulltrúar nemendaráðs, Olof Jóhann Ísólfur og Bragi Þór afhentu Orra Örvarssyni ágóðann 85 þúsund krónur á Litlu-jólum Víkurskóla. Nemendráð færir Margréti Harðardóttur á Hótel Dyrhólaey og Kolbrúnu Matthíasdóttur kærlega fyrir stuðninginn við þetta verkefni en þær gáfu að stórum hluta alla vinningana.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is