Árshátíð Víkurskóla
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirÁrshátíð Víkurskóla var haldin að viðstöddu fjölmenni fimmtudaginn 21. mars í Félagsheimilinu Leikskálum. Nemendur 1. bekkjar fluttu söngatriði og nemendur 2.-6. bekkjar fluttu leikverkið Glöggt er gests augað sem samið var af Kolbrúnu Hjörleifsdóttur. Krakkarnir stóðu sig allir með miklum ágætum og voru sér og sínum til sóma.
Leikkonan Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir dvaldi hjá okkur frá 12. mars og undirbjó nemendur í 7.-10. bekk fyrir árshátíðina. Sett var upp stytt útgáfa af söngleiknum Litlu Hryllingsbúðinni og er óhætt að segja að sýningin hafi slegið rækilega í gegn. Nemendur fóru hvað eftir annað á kostum í túlkun sinni og áhorfendur skemmtu sér hið besta. Jóhanna Friðrika sem er fyrrverandi Víkurbúi og nemandi Víkurskóla á mikinn heiður skilinn fyrir framlag sitt og það er skólanum mikils virði að eiga aðgang að jafn hæfum listamanni og henni (höf. Þorkell)
Skólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirSkólakeppni Stóru-upplestrarkeppninnar í Víkurskóla var haldin fimmtudaginn 15. mars. Nemendur í 7. bekk taka þátt í þessu skemmtilega verkefni sem hefur það að markmiði að efla vandaðan upplestur og framsögn. Krakkarnir hafa verið mjög duglegir að æfa sig við lestur og upplestur í allan vetur. Í keppninni lásu þau texta og að auki ljóð sem þau völdu sér. Dómarar að þessu sinni voru þær Anna Björnsdóttir, Gunnþóra H. Önundardóttir og Guðrún Hvönn Sveinsdóttir. Góður rómur var gerður að upplestri nemendanna sem stóðu sig allir með miklum sóma. Tveir nemendur og einn varamaður voru valdir úr hópnum til að keppa við jafnaldra úr skólum af Suðurlandi á lokahátíð keppninnar. Úrslit skólakeppninnar urðu þau að Karl Anders Þórólfur Karlsson og Urður Ósk Árnadóttir voru valin til að lesa fyrir hönd skólans i héraðskeppninni og Sædís Alexandersdóttir til vara. Héraðskeppnin verður svo haldinfimmtudaginn 5. april. n.k á Hótel Kötlu. Við óskum krökkunum til hamingju með fallegan upplestur og sigurvegurunm góðs gengis. (höf. Elín E.)
Kubbagjöf
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirSkömmu fyrir jól barst skólanum frábær gjöf. Um er að ræða kubba, svokallaða segulkubba. Þessir kubbar eru frábært kennslutæki og um leið skemmtilegt leiktæki. Við þökkum gefandanum þessa frábæru gjöf.
Eftir áramótin fengu verkfræðingarnir í 1. bekk að spreyta sig með kubbana. Þeir voru mjög áhugasamir og spenntir við að byggja hina ýmsu hluti svo sem bíla, þyrlu og fleira mætti telja.
Við vinnu sína notuður þeir stærðfræðiþekkingu sína til hins ítrasta og ræddu mikið og spáðu. Síðast og ekki hvað síst voru allir einbeittir og höfðu mjög gaman af. (höf. Þora)
Forritarar framtíðarinnar styrktu Víkurskóla
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirÍ apríl á síðasta ári sóttum við í Víkurskóla um styrk úr sjóðnum „Forritarar framtíðarinnar“. Þann 21. desember síðastliðinn barst okkur bréf frá sjóðnum þar sem meðal annars segir svo:
„Góðan dag,
Innilega til hamingju!
Það gleður okkur að tilkynna ykkur að Víkurskóli hefur hlotið styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkir sjóðsins eru í formi tölvubúnaðar og fjárstyrks til þjálfunar kennara til að búa þá betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur. Ykkar styrkur felst í þjálfun á kennurum í forritun að verðmæti allt að 100.000 kr. Auk þess sem skólinn fær afhentar 15 tölvur frá sjóðnum að andvirði 975.000 kr.
Ef það eru einhverjar spurningar þá endilega verið í sambandi …og til hamingju!
Bestu kveðjur,
Stjórn Forritara framtíðarinnar“
Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar“ er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Frá stofnun sjóðsins árið 2014 hefur verið úthlutað til skóla landsins styrkjum fyrir hátt í 40 milljónir króna.
Sjóðnum bárust 32 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Ellefu skólar hlutu styrk að þessu sinni samtals að upphæð 6,5 milljónir króna.
Við erum mjög glöð og þakklát fyrir þennan myndarlega styrk sem svo sannarlega er okkur mikil hvatning. Þegar er byrjað að huga að möguleikum á námskeiðahaldi fyrir kennara sem og ýmsu öðru sem styrkveitingunni fylgir. (höf. Þorkell)
Fréttir á aðventu frá Víkurskóla
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirDiskótek yngri nemenda með tilheyrandi pylsuveislu vakti mikla lukku. Upphaflega átti að halda fjörið fimmtudaginn 23. nóvember en vegna lokunar þjóðvegarins var því frestað til mánudagsins 27. nóvember.
Mánudaginn 4. desember fóru nemendur og kennarar í heimsókn í Víkurkirkju og á Hjallatún. Farið var í tveimur hópum. Fyrst fóru nemendur 1.-6. bekkjar klukkan 09:50 og síðan lögðu 7.-10. bekkur af stað um 10:30. Brian fór með okkur að venju og spilaði undir söng nemenda á Hjallatúni. Þessar heimsóknir eru orðnar hefð í skólastarfinu og eru til mikillar gleði bæði fyrir nemendur og þá sem taka á móti þeim. Að loknum söng á Hjallatúni þáðu nemendur góðgerðir og var þeim veitingum gerð góð skil og þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur á báðum stöðum.
Heimsókn Magnúsar Stefánssonr, forvarnarráðgjafa sem fyrirhuguð var 21. nóvember féll niður og frestaðist til 5.desember. Heimsóknin sem var á vegum foreldrafélagsins og styrkt af sveitarfélaginu var vel heppnuð og þörf. Magnús fundaði með nemendum og foreldrum í 5.-10. bekk.
Nemendur hafa verið duglegir við að skreyta skólann sinn og undirbúa litlu-jólin. Það er óhætt að segja að sá undirbúningur sé í fullum gangi þessa dagana með tilheyrandi æfingum á söng og leikverkum. Litlu-jólin verða haldin hátíðleg föstudaginn 15. desember og að þeim loknum hefst jólafríið. Skólastarf hefst svo á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar með starfsdegi kennara. (höf. Þorkell)
Dagur íslenskrar tungu í Vik
/in Fréttir /by Rima FeliksasdóttirÞann 16. Nóvember var árlegt kaffihúskvöld Víkurskóla haldið. Löng hefð er fyrir að nemendur bjóði heim gestum á þessu kvöldi og fái rithöfund í heimsókn eða undirbúi sjálfir dagskrá ásamt kennurum. Siðast liðið vor gerðist Víkurskóli jarðvangsskóli, þar sem hann er einn af þremur skólum í Kötlujarðvanginum. Í jarðvangsskólanum hugum við enn betur en áður að því sem tengist jarðfræði svæðisins. Þar á meðal er menningar- og söguarfur. Fossar og óskasteinar settu því svip sinn á kvöldið að þessu sinni. 1. – 4. b fluttu lagið Vorvindar glaðir og sömdu dans með. 5. – 6. bekkur settu á svið leikritið Gullkistan sem byggir á sögunni um gullkistuna í Skógarfossi. 7. – 8.b sömdu örsögur um óskasteina og stúlknakór eldri bekkinga söng lagið Óskasteinar. 9. – 10. bekkingar léku sér með tungumálið á skemmtilegan hátt, sviðsettu málshætti og áhorfendur gátu uppá. Nemendur bökuðu fyrir kvöldið og gefin var út uppskriftarbók. Þetta var gefandi, lærdómsrík og skemmtileg samvera. Þar sem íslenskan var í hávegum höfð og nemendur sýndu í verki að þeir kunna sannarlega að bjóða heim gestum. (höf. Kolbrún Hj.)
Myndir í myndaalbúm hér
Smá brot af leikritinu hér :
Símanúmer:
Grunnskóli 487-1242
Leikskóli Mánaland 487-1241
Íþróttamiðstöð 487-1174
Skólabílar:
487-1494
Ingi Már 894-9422
Hjördís Rut 861-0294
Matur
Leikskóli
Grunnskóli
Er eyðublöðin í PDF formati. Ef þig vantar acrobat reader þá er hægt að smella hér fyrir neðan
Skólaþjónusta Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslu
Edda G. Antonsdóttir deildarstjóri/kennsluráðgjafi Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli s. 4878107 / 8627522 edda@skolamal.is Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingur Suðurlandsvegi 1 – 3, 850 Hellu s. 4878125 / 8618672 ragnar@skolamal.is Sigríður A. Þórðardóttir, talmeinafræðingur Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli s. 4878107 / 8456780 sigridur@skolamal.is Svava B. Helgadóttir, leikskólaráðgjafi Ormsvelli 1, 860 Hvolsvelli s. 4878107 /8618674 svava@skolamal.isForeldraviðtöl 5. feb.
Þorrablót 30. jan.
samræmdra könnunarprófa í 9. bekk
Mánudagur 11. Mars Íslenska
Þriðjudagur 12. Mars Stærðfræði
Miðvikudagur 13. Mars Enska
Árshátið 10. Apríl!
Myndir