Berjaferð – Göngum í skólann

 

 

Þann 3. september fóru nemendur og starfsfólk í berjaferð á Steigaraura sem eru vestan við Búrfell. Veðrið var frábært og fullt af berjum. Allir komu tilbaka berjabláir og með bros á vör.  Við þökkum landeigendum kærlega fyrir að fá að fara á þennan fallega stað.

Þennan dag hófst líka lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. Markmið verkefnisins, sem eru á vegum ÍSÍ, er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Í Víkurskóla er verkefnið líka nýtt til útináms og útiveru enda haustið frábær árstíð til þess.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is