Stjórn

Hjördís Rut Jónsdóttir formaður

Kolbrún Magga Matthíasdóttir gjaldkeri

Ingibjörg Lárusdóttir ritari

Eva Dögg Þorsteinsdóttir meðstjórnandi

Ingibjörg Matthíasdóttir meðstjórnandi

Til vara:

Ásta Alda Árnadóttir

Einar Bárðarson

Áheyrnarfulltrúi á fundum fræðslunefndar Mýrdalshrepps:

Ólafur Ögmundsson

Til vara: Hjördís Rut Jónsdóttir

Tengiliður skóla:

Stefán Daníel Kristjánsson

 

Lög Foreldrafélags Víkurskóla.

1. grein

Félagið heitir Foreldrafélag Víkurskóla.

2. grein

Heimili og varnarþing þess er Víkurskóli, Mánabraut 3-5, 870 Vík.

3. grein

Tilgangur félagsins:

-að vinna að heill og hamingju nemenda og styrkja skólann í hvívetna.

-að efla tengsl heimila og skóla.

-að stuðla að framgangi ýmissa mála í þágu barnanna og skólans.

4. grein

Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því:

-að halda fræðslufundi þar sem fjallað er um ýmis uppeldisfræðileg efni.

-að efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsfólk skólans.

-að efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans.

-að styðja við og taka þátt í menningarviðburðum og félagslífi innan skólans.

5. grein

Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda Víkurskóla.

6. grein

Stjórn félagsins er skipuð átta aðilum. Þar af sex úr hópi foreldra, þrem af grunnskóladeild og þrem af leikskóladeild, auk tveggja starfsmanna skólans, einum af hvorri deild.

Stjórnina skipa: formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum á fyrsta fundi. Stjórnin skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn en að minnsta kosti tveir stjórnarmenn til tveggja ára, einn af hvorri deild. Varastjórn skal skipuð tveimur mönnum, einum af hvorri deild.

7. grein

Árgjald félagsins er ákveðið árlega á aðalfundi, eitt gjald er fyrir hvert heimili.

8. grein

Aðalfund félagsins skal halda fyrir 15. október ár hvert og skal hann boðaður með sjö daga fyrirvara. Fundurinn er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Dagskrá fundarins skal vera:

-skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.

-lagabreytingar.

-kosning stjórnarmeðlima.

-önnur mál.

9. grein

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og skal það kynnt í fundarboði með minnst viku fyrirvara.

10. grein

Slit foreldrafélagsins.

-ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta á aðalfundi og renna þá eignir þess til Víkurskóla.

 

Mánabraut 3-5
870 Vík
Sími: 487-1242
Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is