Stjórn foreldrafélags Víkurskóla 2023-2024

 

Formaður : Harpa Elín Haraldsdóttir

Varaformaður og ritari: Margrét Lilja Sigurgeirsdóttir

Gjaldkeri: Kolbrún Magga Matthíasdóttir

Meðstjórnendur: Solveig Sigríður Gunnarsdóttir og Ásta Alda Árnadóttir

Til vara: Þorbjörg Kristjánsdóttir og Kristina Hajniková

 

Fulltrúar í skólaráð eru Bergný Ösp Siguðrardóttir  og Sveinn Sigurðsson

Til vara: Beata Rutkowska

 

Áheyrnarfulltrúi á fundi fjölskyldu-, frístunda- og menningarráðs er Harpa Elín Haraldsóttir

Til vara: Æsa Guðrúnarsdóttir

 

 

 

Lög Foreldrafélags Víkurskóla

 1. grein

Nafn félags og aðild að því:

Félagið heitir Foreldrafélag Víkurskóla. Í félaginu eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda skólans.

 

 1. grein

Markmið félagsins:

 • Vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum.
 • Efla og stuðla að góðu samstarfi foreldra og starfsfólks skólans.
 • Vinna að heill og hamingju nemenda og styrkja skólann í hvívetna.
 • Stuðla að framgangi ýmissa mála í þágu barnanna.
 • Koma á umræðu og fræðslufundum um uppeldis- og fræðslumál.
 • Styðja við og taka þátt í menningarviðburðum og félagslífi innan skólans.

 

 1. grein

Leiðir að markmiðum:

Starf foreldrafélagsins byggist á samstarfi foreldra/forráðamanna, nemenda, kennara, stjórnenda og annarra starfsmanna skólans. Starf félagsins stendur og fellur með þátttöku foreldra í starfsemi og ýmsum viðburðum á vegum þess.

 

 1. grein

Stjórn félags:

Stjórn félagsins er skipuð fimm foreldrum/forráðamönnum barna skólans og tveimur varamönnum. Stjórnin er skipuð formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum. Ritari gegnir jafnframt hlutverki varaformanns. Formaður skal kosinn sérstaklega. Aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi. Stjórnin skal kosin til tveggja ára í senn, tveir stjórnarmenn (formaður og gjaldkeri) og einn varamaður annað árið, og þrír aðalmenn (ritari og tveir meðstjórnendur) og einn varamaður hitt árið.

 

 1. grein

Árgjald:

Árgjald félagsins er ákveðið árlega á aðalfundi, eitt gjald fyrir hvert barn.

 

 1. grein

Fulltrúar:

Á aðalfundi skal kjósa fulltrúa foreldra í skólaráð og áheyrnarfulltrúa foreldra og varamann á fundi fræðslunefndar, kosið er til tveggja ára. Einnig skal kjósa tvo skoðunarmenn ársreikninga félagsins.

 

 1. grein

Aðalfundur:

Í upphafi hvers skólaárs boðar stjórn til aðalfundar sem skal vera haldinn fyrir 30. september ár hvert. Boða þarf til fundarins skriflega með að minnsta kosti viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað. Í fundarboði skal kynna efni fundarins ásamt lagabreytingum ef einhverjar eru. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum í öllum málum.

Meðal verkefna á aðalfundi:

 • Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár
 • Ársreikningar félagsins fyrir síðastliðið starfsár, endurskoðaðir af skoðunarmönnum
 • Lagabreytingar, ef slíkar liggja fyrir fundinum
 • Kosningar
 • Önnur mál

 

 1. grein

Nefndir:

Stjórn foreldrafélagsins er heimilt að skipa nefndir um afmörkuð viðfangsefni. Stjórnin setur nefndum verkáætlun í samráði við þær.

 

 1. grein

Lagabreytingar:

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi með meirihluta atkvæða,  enda hafi breytingar verið kynntar í fundarboði. Breytingartillögur verða að berast stjórn með minnst þriggja daga fyrirvara.

 

10.grein

Slit foreldrafélags:

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin með einföldum meirihluta atkvæða á aðalfundi og renna þá eignir þess til Víkurskóla.

 

11.grein

Bráðabirgðarákvæði:

Á fyrsta aðalfundi skal kjósa fimm aðalmenn í stjórn og tvo varamenn. Þrír stjórnarmenn og annar varamanna eru kosnir til næsta aðalfundar, aðrir til tveggja ára.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is