Sveitarstjórn Mýrdalshrepps fól fræðslunefnd, á fundi sínum 15. mars 2007, að vinna að heildstæðri menntastefnu fyrir sveitarfélagið. Þá voru þrír skólar starfandi innan þess, leik-, grunn-, og tónskóli, sem voru sameinaðir í einn skóla 1. ágúst 2009 og hlaut skólinn nafnið Víkurskóli. Fræðslunefnd skipaði stýrihóp til að vinna menntastefnu sveitarfélagsins fyrir hönd nefndarinnar. Í hópinn voru skipuð Þorgerður Einarsdóttir, Inger Sciöth og Andrína G Erlingsdóttir úr fræðslunefnd og Harpa Jónsdóttir og Eiríkur Tryggvi Ástþórsson úr hópi foreldra. Auk þess sat Magnús Sæmundsson skólastjóri fundi hópsins og vann náið með honum. Hópurinn hélt 10 fundi og átti gott samstarf við ýmsa aðila, bæði úr skóla, sveitarstjórn og samfélagi.

Menntastefna Mýrdalshrepps

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is