Hvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag, 6. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Þessi dagur er að verða hefðbundinn í skólstarfinu. Nemendur og starfsmenn hittust á sal þar sem verkefnið var kynnt og nemendur hvattir til, þeir sem hafa tök á að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Eins munu kennarar nýta fjölmörg tækifæri sem gefast næsta mánuðinn til þess að færa kennsluna út fyrir veggi skólans og þá með tilheyrandi hreyfistundum. Eftir kynningu á sal tóku þau Guðjón Örn (10.b) og Maja (1.b) að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Að því búnu var haldið á Syngjandann sem er útikennslustofa Víkurskóla þar sem þau Katrín og Adam íþróttakennarar skólans skipulögðu skemmtilega leiki fyrir allan hópinn.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00kennarihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgkennari2023-09-06 15:36:042023-09-06 15:37:11Göngum í skólann
Nemendur í 1.-6. bekk héldu í dag í vettvangsferð að Hjörleifshöfða sem að var hluti af verkefni sem unnið er að í Drangamixi í Víkurskóla. Þess má geta að nánast allir nemendur hópsins gengu upp að haugnum sem að Hjörleifur landsnámsmaður er talinn grafinn og skein gleði úr hverju andliti. Veðrið lék við okkur og sáu nemendur sjálfir um myndatökur á meðfylgjandi myndum.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00kennarihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgkennari2023-08-31 14:38:582023-08-31 14:38:58Vettvangsferð að Hjörleifshöfða
Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 7 nemendur úr forskóladeild. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Víkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn miðvikudag, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru og staðsetningu fjörukambsins. Er þetta tíunda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og í þriðja skipti sem fjörukamburinn er mældur, en hann er mældur einu sinni á ári á meðan sniðin eru mæld fjórum sinnum. Mælingarnar gengu vel í annars ágætu veðri, og þá var tíminn einnig nýttur í að skoða lítillega nýja varnargarðinn sem er óðum að rísa austan við Vík. Hægt er að lesa frekar um Víkurfjöruverkefnið hér ásamt því að skoða niðurstöður nemenda, og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-05-23 11:46:072023-05-23 11:46:07Sniðin í Víkurfjöru mæld upp í tíunda skipti í Víkurfjöruverkefninu
Háskólalestin kom í heimsókn í Víkurskóla þann 4. maí s.l. Að þessu sinni gátu nemendur í 5.-10. bekk valið úr fimm smiðjum, efnafræði, eðlisfræði, japönsku, forritun og sjúkraþjálfun. Hver smiðja var 90 mínútur að lengd og allir gátu valið sér þrjár smiðjur. Nemendur úr Kirkjubæjarskóla komu að þessu tilefni í heimsókn og tóku þátt. Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr verkefninu Háskóli unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frábær viðburður í skólastarfinu og skemmtileg tenging þessara skólastiga.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-05-11 13:05:322023-05-15 14:06:07Háskóli Íslands í heimsókn
Nemendur í 1.- 6. bekk í Víkurskóla fóru í útikennslu í Syngjanda. Þar var kveiktur upp í eldstæðinu. Verkefnið var að nota ísmola í ísgerð. Virkilega skemmtilegt verkefni þar sem nemendur bjuggu til sinn eiginn ís og fengu sér svo að sjálfsögðu að smakka. Sjón er sögu ríkari.
Við fengum heimsókn frá samstarsskóla okkar I Liceum Ogólnokształcące im. Juliusza Słowackiego í Przemysl, Póllandi. Hingað komu tveir kennarar, þær Tamara og Renata og tvær stúlkur, Amelia Og Ewa. Þær tóku þátt í skólastarfinu í þrjá daga. Annar kennarana ,Tamara Ryzner, hefur áður komið til okkar í heimsókn í öðru samstarfsverkefni. Eins og alltaf lærdómsríkt að fá gesti í heimsókn, bæði fyrir nemendur og kennara. Victoria Reinholdsdóttir verkefnastjóri Erasmus+ hélt utan um alla þræði og móttöku hópsins.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-05-09 19:21:342023-05-09 19:21:34Heimsókn frá samstarfsskóla í Erasmus+
Undankeppni fyrir upplestrarkeppnina Röddina var haldin í Víkurskóla föstudaginn 21. apríl. Fjölskyldum keppenda var boðið að koma og stóðu allir keppendur sig með prýði.
Leikar fóru þannig að Óliver Ísar og Sigurgeir Máni eru fulltrúar Víkurskóla í lokakeppninni. Andri Berg er varamaður.
Í Víkurskóla erum við öll sammála um að skákin er leikur. Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er einnig skyld listum. Þetta snýst ekkert um um “annaðhvort/eða” heldur svarar hver skákmaður fyrir sig. Í 3.-6.bekk teflum við vikulega og vissulega fá sumir ánægju úr úr sigri á andstæðingi, öðrum líkar hrifningin þegar falleg leikflétta gengur upp, meðan öðrum finnst einfaldlega skemmtilegt að tefla. Þessir efnilegu skákmenn útbjuggu sína eigin taflmenn, hver og einn með sinn eiginleika og útlit og tóku góðan leik.
Nemendur og starfsfólk þakka öllum þeim sem komu á árshátíð Víkurskóla 2023 kærlega fyrir komuna. Þá fá öll þau fjölmörgu sem aðstoðuðu við að gera árshátíðina eins glæsilega og raun bar vitni miklar þakkir frá Víkurskóla. Nemendur og starfsfók Víkurskóla senda ykkur bestu óskir um gleðilega páska.
Nemendur í 9.-10. bekk fengu heimboð í Hvolsskóla á leiksýninguna ,,Góðan daginn faggi“. Fyrir sýningu voru nemendur boðnir í mat í Hvolsskóla og þaðan var haldið í Félagsheimilið Hvol.
Þetta er sýning sem upphaflega var sett upp í Þjóðleikhúsinu við mikið lof og hefur síðan farið víða um land sem farandssýning. Góðan daginn, faggi er eins manns heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum. Höfundarnir eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78.
Víkurskóli þakkar fyrir góðar mótttökur á Hvolsvelli.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-03-16 13:10:482023-03-16 13:10:48Nemendur 9.-10.bekkjar fóru í leikhús
Alþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Af því tilefni undirbjuggu stærðfræðikennarar skólans verkefni þar sem allir nemendur skólans komu saman. Þema dagsins var form stærðfræðinnar. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot. Myndirnar tala sínu máli.
Nemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur það ekkert á sig fá og voru líka dugleg að vera úti og hreyfa sig meðfram hreyfingu í íþróttahúsinu. Til hamingju krakkar!
Lífshlaupið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegt uppbrot og hvatning í heilsueflandi skólastarfi.
Starfsfólk Víkurskóla stóð sig jafnframt með mikilli prýði, þar var þátttakan mjög góð og 4. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn en þar voru 118 vinnustaðir skráðir.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-03-14 09:16:432023-03-14 09:16:43Vinningssæti í Lífshlaupinu
Við höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.
Við fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt því að nemendur fengu bókamerki og upplýsingar til að finna bókina í heild sinni á netinu. Krakkarnir fengu kynningu á bókinnni og jafnframt svöruðu þau stuttum spurningalista þar sem þau skoðuðu sína styrkleika og hvað þau hafa áhuga á að vinna við í framtíðinni.
Krakkarnir voru mjög áhugsöm og sendiherran hafði orð á því hvað okkar börn væru mikið að velta því fyrir sér hvað þau yrðu í framtíðinni og ekki síst hversu margir nefndu mörg mismunandi störf og hlutverk sem þau myndu vilja sinna.
Víkurskóla þakkar sendiherranum fyrir þessa frábæru heimsókn og velvild í garð skólans.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-02-19 10:34:002023-03-03 12:56:29Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
Við fengum heimsókn frá Tónskólanum nú fyrir stuttu þar sem þau Teresa og Zbigniew kynntu fyrir nemendum úrval af hljóðfærum sem tónskólinn á. Mjög gaman fyrir krakkana að sjá hvaða möguleikar eru í boði og vonandi fá þau aftur kynningu í haust þegar nýtt starfsár hefst.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2023-02-19 10:30:122023-03-03 12:56:39Heimsókn frá Tónskólanum
Ein af rótgrónum hefðum Víkurskóla er að halda þorrablót þar sem nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman. Krakkarnir í 0.-4. bekk hófu daginn á því að útbúa skemmtilega víkingahjálma og nemendur í 3.-4. bekk lærðu að skrifa nafnið sitt með rúnum og sumir skreyttu sína hjálma þannig. Nemendur í 9.-10. bekk lögðu á borð fyrir þorramatinn en það var sameiginlegt borðhald fyrir alla í matstofu skólans. Krakkarnir voru dugleg að smakka og hákarlinn er að verða vinsælli! Að afloknu borðhaldi komu allir saman á sal og sungu skemmtileg lög sem áttu við tilefnið. Þar á meðal þorralag Víkurskóla. Nemendaráð Víkurskóla flutti annál ársins sem settur var saman úr þeim viðburðum sem þeim þóttu merkilegust á árinu. Að því búnu var tekið til við spilamennsku. Nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen-Ólsen. Forskólanemendur fóru í frjálsan leik. Veitt voru verðlaun í hvorum flokki og það voru Þær Anastazja í 10. bekk og Gréta Björk í 4. bekk sem voru hlutskarpastar að þessu sinni. Sannarlega skemmtilegur og lærdómsríkur skóladagur.
Jón Pétur Úlfljótsson danskennarinn okkar kom í annað sinn á skólaárinu nú í janúar. Danskennslan er alltaf vel þegið uppbrot í skólastarfið og partur af námi barna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að þessu sinni kenndi Jón Pétur krökkunum að búa til sinn eigin dans og það var vinsælt. Námskeiðinu lauk með opinni æfingu þar sem foreldrar og forráðamenn fjölmenntu að vanda.
Nemendur í 1.-6.bekk Víkurskóla heimsóttu Hjallatún nú á aðventunni og sungu fyrir þau jólalög. Brian spilaði undir fyrir okkur og nutum við stundarinnar og veitinganna sem okkur voru boðnar eftir sönginn.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2022-12-16 09:16:212023-03-03 12:57:17Heimsókn á Hjallatún
Skemmtileg hefð að brjóta upp skólastarfið og efla heilsuhliðina. Nemendur unnu á stöðvum 20 mínútur í senn og brosið skein af hverju andliti. Myndirnar tala sínu máli.
Mánudaginn 5. desember fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Víkurfjöru í strandmælingar. Þau tóku ljósmyndir í fjörunni, tóku loftmyndir með dróna og mældu hvert snið í fjörunni.
Þetta er í fyrsta skipti sem mælingar af þessari gerð hafa verið gerðar á Íslandi. Því mætti segja að Víkurskóli, ásamt Kötlu jarðvangi, sé að ryðja brautina fyrir framtíðarrannsóknir þar sem þessar mælingar munu hafa mikið vægi, t.d. við ákvarðanatöku um byggð við strandir landsins.
Nú er búið að gera nokkrar mælingar og strax má sjá samband milli vindáttar og rofs í fjörunni. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðum næstu ára.
Heimasíða verkefnisins er í vinnslu og verður birt innan skamms.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00kennarihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgkennari2022-12-08 13:01:132022-12-08 13:40:53Strandmælingar í Víkurfjöru
Einn af liðum jóladagkrárinnar þetta árið var að fá Lilju Magnúsdóttur rithöfund sem búsett er á Kirkjubæjarklaustri í heimsókn. Lilja hefur nýlega gefið út barnabókina Gaddavír og gotterí sem hún las úr fyrir nemendur í 1.-6. bekk. Sannarlega ánægjuleg stund og við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2022-12-07 13:09:222022-12-07 13:09:22Rithöfundur í heimsókn 1. desember á fullveldisdegi Íslands.
Víkurskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu með árlegu kaffihúskvöldi, að þessu sinni 17. nóvember sl. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir komu á þennan árlega viðburð sem við höfum þurft að fella niður sl tvö ár. Nemendur sáu um að baka, skreyta og raða upp með starfsmönnum skólans. Nemendur í 3.-6. bekk lásu upp ljóð og nemendur í forskóla og 1.-6. bekk sungu. Aðalgestur kvölsins var rithöfundurinn og ljóðskáldið góðkunna Gerður Kristný. Í alla staði vel heppnaður viðburður.
Göngum í skólann
/in frettir /by kennariHvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag, 6. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Þessi dagur er að verða hefðbundinn í skólstarfinu. Nemendur og starfsmenn hittust á sal þar sem verkefnið var kynnt og nemendur hvattir til, þeir sem hafa tök á að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Eins munu kennarar nýta fjölmörg tækifæri sem gefast næsta mánuðinn til þess að færa kennsluna út fyrir veggi skólans og þá með tilheyrandi hreyfistundum. Eftir kynningu á sal tóku þau Guðjón Örn (10.b) og Maja (1.b) að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Að því búnu var haldið á Syngjandann sem er útikennslustofa Víkurskóla þar sem þau Katrín og Adam íþróttakennarar skólans skipulögðu skemmtilega leiki fyrir allan hópinn.
Vettvangsferð að Hjörleifshöfða
/in frettir /by kennariNemendur í 1.-6. bekk héldu í dag í vettvangsferð að Hjörleifshöfða sem að var hluti af verkefni sem unnið er að í Drangamixi í Víkurskóla. Þess má geta að nánast allir nemendur hópsins gengu upp að haugnum sem að Hjörleifur landsnámsmaður er talinn grafinn og skein gleði úr hverju andliti. Veðrið lék við okkur og sáu nemendur sjálfir um myndatökur á meðfylgjandi myndum.

Skólaslit Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk og 7 nemendur úr forskóladeild. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Sniðin í Víkurfjöru mæld upp í tíunda skipti í Víkurfjöruverkefninu
/in frettir /by VikurskoliVíkurfjöruverkefni Kötlu jarðvangs, Víkurskóla og Kötluseturs hélt áfram síðastliðinn miðvikudag, þegar nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla mældu sniðin fimm í Víkurfjöru og staðsetningu fjörukambsins. Er þetta tíunda mæling nemenda á sniðunum í Víkurfjöru og í þriðja skipti sem fjörukamburinn er mældur, en hann er mældur einu sinni á ári á meðan sniðin eru mæld fjórum sinnum. Mælingarnar gengu vel í annars ágætu veðri, og þá var tíminn einnig nýttur í að skoða lítillega nýja varnargarðinn sem er óðum að rísa austan við Vík. Hægt er að lesa frekar um Víkurfjöruverkefnið hér ásamt því að skoða niðurstöður nemenda, og þá má sjá ljósmyndir af mælingum nemenda hér.
Háskóli Íslands í heimsókn
/in frettir /by VikurskoliHáskólalestin kom í heimsókn í Víkurskóla þann 4. maí s.l. Að þessu sinni gátu nemendur í 5.-10. bekk valið úr fimm smiðjum, efnafræði, eðlisfræði, japönsku, forritun og sjúkraþjálfun. Hver smiðja var 90 mínútur að lengd og allir gátu valið sér þrjár smiðjur. Nemendur úr Kirkjubæjarskóla komu að þessu tilefni í heimsókn og tóku þátt. Í Háskólalestinni eru valin námskeið úr verkefninu Háskóli unga fólksins fyrir grunnskólanemendur, og jafnvel leikskólabörn og framhaldsskólanemendur. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Frábær viðburður í skólastarfinu og skemmtileg tenging þessara skólastiga.
Ísgerð hjá 1. -6. bekk
/in frettir /by kennariNemendur í 1.- 6. bekk í Víkurskóla fóru í útikennslu í Syngjanda. Þar var kveiktur upp í eldstæðinu. Verkefnið var að nota ísmola í ísgerð. Virkilega skemmtilegt verkefni þar sem nemendur bjuggu til sinn eiginn ís og fengu sér svo að sjálfsögðu að smakka. Sjón er sögu ríkari.
Heimsókn frá samstarfsskóla í Erasmus+
/in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá samstarsskóla okkar I Liceum Ogólnokształcące im. Juliusza Słowackiego í Przemysl, Póllandi. Hingað komu tveir kennarar, þær Tamara og Renata og tvær stúlkur, Amelia Og Ewa. Þær tóku þátt í skólastarfinu í þrjá daga. Annar kennarana ,Tamara Ryzner, hefur áður komið til okkar í heimsókn í öðru samstarfsverkefni. Eins og alltaf lærdómsríkt að fá gesti í heimsókn, bæði fyrir nemendur og kennara. Victoria Reinholdsdóttir verkefnastjóri Erasmus+ hélt utan um alla þræði og móttöku hópsins.
Undankeppni Raddarinnar
/in frettir /by kennariUndankeppni fyrir upplestrarkeppnina Röddina var haldin í Víkurskóla föstudaginn 21. apríl. Fjölskyldum keppenda var boðið að koma og stóðu allir keppendur sig með prýði.
Leikar fóru þannig að Óliver Ísar og Sigurgeir Máni eru fulltrúar Víkurskóla í lokakeppninni. Andri Berg er varamaður.
Í Víkurskóla erum við öll sammála um að skákin er leikur. Skák er leikur sem ber keim af ýmsum íþróttum en er einnig skyld listum. Þetta snýst ekkert um um “annaðhvort/eða” heldur svarar hver skákmaður fyrir sig. Í 3.-6.bekk teflum við vikulega og vissulega fá sumir ánægju úr úr sigri á andstæðingi, öðrum líkar hrifningin þegar falleg leikflétta gengur upp, meðan öðrum finnst einfaldlega skemmtilegt að tefla. Þessir efnilegu skákmenn útbjuggu sína eigin taflmenn, hver og einn með sinn eiginleika og útlit og tóku góðan leik.
Páskakveðja
/in frettir /by VikurskoliNemendur og starfsfólk þakka öllum þeim sem komu á árshátíð Víkurskóla 2023 kærlega fyrir komuna. Þá fá öll þau fjölmörgu sem aðstoðuðu við að gera árshátíðina eins glæsilega og raun bar vitni miklar þakkir frá Víkurskóla. Nemendur og starfsfók Víkurskóla senda ykkur bestu óskir um gleðilega páska.
Skólastarf hefst að nýju 11. apríl n.k.
Myndir frá árshátíðinni eru hér.
Nemendur 9.-10.bekkjar fóru í leikhús
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 9.-10. bekk fengu heimboð í Hvolsskóla á leiksýninguna ,,Góðan daginn faggi“. Fyrir sýningu voru nemendur boðnir í mat í Hvolsskóla og þaðan var haldið í Félagsheimilið Hvol.
Þetta er sýning sem upphaflega var sett upp í Þjóðleikhúsinu við mikið lof og hefur síðan farið víða um land sem farandssýning. Góðan daginn, faggi er eins manns heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum. Höfundarnir eru hinsegin fólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey. Í sköpunarferli sýningarinnar ræddu höfundar jafnframt við ótal hinsegin manneskjur og stóðu reglulega fyrir opnum leiklestrum og kynningum í tengslum við Hinsegin daga og í samstarfi við Samtökin ‘78.
Víkurskóli þakkar fyrir góðar mótttökur á Hvolsvelli.
Dagur stærðfræðinnar
/in frettir /by VikurskoliAlþjóðlegur dagur stærðfræðinnar er í dag 14. mars. Af því tilefni undirbjuggu stærðfræðikennarar skólans verkefni þar sem allir nemendur skólans komu saman. Þema dagsins var form stærðfræðinnar. Mjög skemmtilegt og lærdómsríkt uppbrot. Myndirnar tala sínu máli.
Vinningssæti í Lífshlaupinu
/in frettir /by VikurskoliNemendur Víkurskóla stóðu sig afar vel í hvatningarverkefni ÍSÍ, Lífshlaupinu. Þau lentu í 2. sæti í sínum flokki og fengu fínan verðlaunaskjöld afhentan. Þátttaka nemenda í skólanum var 100%. Þrátt fyrir að veðrið væri ekki alltaf upp á það besta á meðan á keppninni stóð létu nemendur það ekkert á sig fá og voru líka dugleg að vera úti og hreyfa sig meðfram hreyfingu í íþróttahúsinu. Til hamingju krakkar!
Lífshlaupið hefur fest sig í sessi sem skemmtilegt uppbrot og hvatning í heilsueflandi skólastarfi.
Starfsfólk Víkurskóla stóð sig jafnframt með mikilli prýði, þar var þátttakan mjög góð og 4. sæti í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn en þar voru 118 vinnustaðir skráðir.
Sinfóníutónleikar náttúrunnar
/in frettir /by VikurskoliVið höfum sannarlega fundið fyrir því að vorið nálgast óðfluga. Kennarar nýta því tækifærið til að færa kennsluna út fyrir skólastofuna á góðum dögum. Nemendur í 5.-6. bekk ásamt Katrínu Waagfjörð kennara fóru í eina slíka kennslustund þar sem a.m.k 3 kennslugreinar voru samþættar, tónmennt, náttúrufræði og hreyfing. Á myndinni má sjá nemendur tylla sér niður í Hrapinu þar sem þau hlustuðu á einn þátt í sinfóníu náttúrunnar. Hafið og fýlinn léku stórt hlutverk.
Sendiherra Bretlands í heimsókn í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVið fengum góða gesti í heimsókn þann 9. febrúar sl þegar sendiherra Bretlands, Frú Bryony Mathew kom ásamt föruneyti. Sendiráðið gaf út barnabók nýlega sem sendiherrann skrifaði ásamt starfsfólki sendiráðsins en bókin er á íslensku og fjallar um starfstækifæri framtíðarinnar, sérstaklega þegar kemur að tækni- og vísindastörfum. Sendiherran færði Víkurskóla nokkur eintök af bókinni ásamt því að nemendur fengu bókamerki og upplýsingar til að finna bókina í heild sinni á netinu. Krakkarnir fengu kynningu á bókinnni og jafnframt svöruðu þau stuttum spurningalista þar sem þau skoðuðu sína styrkleika og hvað þau hafa áhuga á að vinna við í framtíðinni.
Krakkarnir voru mjög áhugsöm og sendiherran hafði orð á því hvað okkar börn væru mikið að velta því fyrir sér hvað þau yrðu í framtíðinni og ekki síst hversu margir nefndu mörg mismunandi störf og hlutverk sem þau myndu vilja sinna.
Víkurskóla þakkar sendiherranum fyrir þessa frábæru heimsókn og velvild í garð skólans.
Heimsókn frá Tónskólanum
/in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá Tónskólanum nú fyrir stuttu þar sem þau Teresa og Zbigniew kynntu fyrir nemendum úrval af hljóðfærum sem tónskólinn á. Mjög gaman fyrir krakkana að sjá hvaða möguleikar eru í boði og vonandi fá þau aftur kynningu í haust þegar nýtt starfsár hefst.
Þorrablót Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliEin af rótgrónum hefðum Víkurskóla er að halda þorrablót þar sem nemendur og starfsmenn gera sér glaðan dag saman. Krakkarnir í 0.-4. bekk hófu daginn á því að útbúa skemmtilega víkingahjálma og nemendur í 3.-4. bekk lærðu að skrifa nafnið sitt með rúnum og sumir skreyttu sína hjálma þannig. Nemendur í 9.-10. bekk lögðu á borð fyrir þorramatinn en það var sameiginlegt borðhald fyrir alla í matstofu skólans. Krakkarnir voru dugleg að smakka og hákarlinn er að verða vinsælli! Að afloknu borðhaldi komu allir saman á sal og sungu skemmtileg lög sem áttu við tilefnið. Þar á meðal þorralag Víkurskóla. Nemendaráð Víkurskóla flutti annál ársins sem settur var saman úr þeim viðburðum sem þeim þóttu merkilegust á árinu. Að því búnu var tekið til við spilamennsku. Nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1.-4. bekk spiluðu Ólsen-Ólsen. Forskólanemendur fóru í frjálsan leik. Veitt voru verðlaun í hvorum flokki og það voru Þær Anastazja í 10. bekk og Gréta Björk í 4. bekk sem voru hlutskarpastar að þessu sinni. Sannarlega skemmtilegur og lærdómsríkur skóladagur.
Dans
/in frettir /by VikurskoliJón Pétur Úlfljótsson danskennarinn okkar kom í annað sinn á skólaárinu nú í janúar. Danskennslan er alltaf vel þegið uppbrot í skólastarfið og partur af námi barna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að þessu sinni kenndi Jón Pétur krökkunum að búa til sinn eigin dans og það var vinsælt. Námskeiðinu lauk með opinni æfingu þar sem foreldrar og forráðamenn fjölmenntu að vanda.
Heimsókn á Hjallatún
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-6.bekk Víkurskóla heimsóttu Hjallatún nú á aðventunni og sungu fyrir þau jólalög. Brian spilaði undir fyrir okkur og nutum við stundarinnar og veitinganna sem okkur voru boðnar eftir sönginn.
Íþróttadagur Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliSkemmtileg hefð að brjóta upp skólastarfið og efla heilsuhliðina. Nemendur unnu á stöðvum 20 mínútur í senn og brosið skein af hverju andliti. Myndirnar tala sínu máli.
Strandmælingar í Víkurfjöru
/in frettir /by kennariMánudaginn 5. desember fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Víkurfjöru í strandmælingar. Þau tóku ljósmyndir í fjörunni, tóku loftmyndir með dróna og mældu hvert snið í fjörunni.
Þetta er í fyrsta skipti sem mælingar af þessari gerð hafa verið gerðar á Íslandi. Því mætti segja að Víkurskóli, ásamt Kötlu jarðvangi, sé að ryðja brautina fyrir framtíðarrannsóknir þar sem þessar mælingar munu hafa mikið vægi, t.d. við ákvarðanatöku um byggð við strandir landsins.
Nú er búið að gera nokkrar mælingar og strax má sjá samband milli vindáttar og rofs í fjörunni. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðum næstu ára.
Heimasíða verkefnisins er í vinnslu og verður birt innan skamms.
Rithöfundur í heimsókn 1. desember á fullveldisdegi Íslands.
/in frettir /by VikurskoliEinn af liðum jóladagkrárinnar þetta árið var að fá Lilju Magnúsdóttur rithöfund sem búsett er á Kirkjubæjarklaustri í heimsókn. Lilja hefur nýlega gefið út barnabókina Gaddavír og gotterí sem hún las úr fyrir nemendur í 1.-6. bekk. Sannarlega ánægjuleg stund og við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna.
Jóladagskrá Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliHér er yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni fram að jólaleyfi nemenda.
Jóladagskrá 2020
Dagur íslenskrar tungu – kaffihúskvöld Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu með árlegu kaffihúskvöldi, að þessu sinni 17. nóvember sl. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir komu á þennan árlega viðburð sem við höfum þurft að fella niður sl tvö ár. Nemendur sáu um að baka, skreyta og raða upp með starfsmönnum skólans. Nemendur í 3.-6. bekk lásu upp ljóð og nemendur í forskóla og 1.-6. bekk sungu. Aðalgestur kvölsins var rithöfundurinn og ljóðskáldið góðkunna Gerður Kristný. Í alla staði vel heppnaður viðburður.