Göngum í skólann

 

Í dag 2. september hófst á landsvísu lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. Víkurskóli mun taka þátt af krafti eins og síðustu ár. Af þessu tilefni hittust allir nemendur og starfsfólk á sal þar sem verkefnið var formlega sett af stað og við notuðum tækifærið til að draga nýjan fána, Heilsueflandi skóli að húni. Fáninn barst okkur síðastliðið vor sem viðurkenning á því að Víkurskóli hefur náð ákveðnum markmiðum í verkefninu Heilsueflandi skóli. Það voru þau Urður Ósk nemandi í 10. bekk og Eiður Árni nemandi í 1. bekk sem drógu fánann að húni. Að þessari athöfn lokinni fór allur skólinn saman í íþróttahúsið þar sem farið var í skemmtilegt leikjafjör.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is