Heilsustefna Víkurskóla er skrifuð með það að leiðarljósi að auka vellíðan og hreysti nemenda og starfsfólks stofnunarinnar. Með þátttöku skólans í verkefni Landlæknisembættisins Heilsueflandi grunnskóli gefst tækifæri til að þess að fá handleiðslu og stuðning við uppbyggingu heilsueflandi skólasamfélags. Heilsustefna Víkurskóla er sameiginleg yfirlýsing allra í skólasamfélaginu, nemenda, foreldra og starfsfólks. Með því að móta heilsustefnu aukast líkur á að það takist að skapa daglegar venjur í skólastarfinu sem styðja við bætta líðan og heilsu. Jákvæð heilsu- og mannrækt í víðum skilningi ýtir undir jákvæðar lífsstílsbreytingar sem smám saman verða hluti af skólamenningu Víkurskóla.

Hér er hægt að nálgast Heilsustefnu Víkurskóla.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is