Það hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.
Einn af viðburðum á jóladagskráinni okkar var að fá kynningu á skák í skólann. Skák nýtur vaxandi vinsælda á nýjan leik hjá börnum og er það mjög ánægjulegt. Þessi viðburður var skipulagður í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu. Stefán Bergsson kennari kom á vegum Skáksambands Íslands og var með kynningu og kennslu í skák í öllum námshópum. Ungmennafélagið Katla keypti 10 töfl sem skólinn fær að hafa afnot af og skólinn fjárfesti í skákklukkum. Í lok dags var Stefán jafnframt með stutta kynningu fyrir kennara og starfsmenn. Það er öruggt að þessi heimsókn mun glæða áhuga margra á skákinni.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-12-09 13:36:102021-12-09 13:36:10Skák í Víkurskóla.
Í tilefni af 100 ára ártíð Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu sem var fædd og uppalinn í Vík var haldin stutt dagskrá og listasýning þann 1. desember sl. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Kötluseturs og Víkurskóla. Nemendur í 3.-6. bekk heimsóttu Kötlusetur á haustdögum þar sem Harpa Elín forstöðukona tók á móti þeim og fræddi þau um Sigrúnu og hennar merkilega lífshlaup og listamannsferil. Kötlusetur heldur jafnframt utan um sýningu á verkum Sigrúnar auk fiski-og fraktskipsins Skaftfellings sem Sigrún stóð fyrir að flytja til Víkur og bjarga honum frá endanlegri eyðileggingu. Í kjölfarið á fræðslunni sem nemendur fengu í Kötlusetri unnu nemendur verk undir leiðsögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur listakennara innblásinn af verkum Sigrúnar. Á viðburðinum voru verk nemenda til sýnis auk listaverka Sigrúnar sem fengin voru að láni. Harpa Elín og Kolbrún stýrðu stundinni og sögðu frá Sigrúnu. Í lokin sungu allir saman. Til stóð að viðburðurinn yrði stærri í sniðum og opin öllum en slíkt var ekki hægt vegna samkomutakmarkanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og dæmi um farsælt samstarf skólans við Kötlusetur. Verkefnið hefur jafnframt skírskotun til Kötlu Unesco jarðvangs þar sem skólinn er einn af Geo-skólum jarðvangsins og hefur um leið, m.a. það hlutverk að miðla menningu og sögu til nemenda.
Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal sem mótaði hana og þar hafði hún alltaf sínar sterku rætur. Sigrún lauk námi frá Kvennaskólanum og síðar Kennaraskóla Íslands. Sigrún nam síðar list í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Sigrún helgaði sig listinni og varð ein fremsta kirkjulistakona Norðurlanda. Hún átti alltaf sterkar taugar til sinnar heimabyggðar í Vík og ræddi oft hversu uppvaxtarárin hefðu mótað sitt líf mikið.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-12-07 15:09:232021-12-07 15:09:23Sigrúnarstund í Víkurskóla á fullveldisdaginn 1. desember.
Ívar og Sigurður frá Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk í dag, 6.desember í tengslum við eldvarnir sem eru alltaf mikilvægar en þó alveg sérstaklega mikilvægar í desember þegar mikið er um kertaloga, kertaskreytingar og allskonar bakstur og eldamennsku. Nemendur fengu m.a. góða fræðslu um reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og flóttaleiðir. Einnig horfðu þeir á myndband um Loga og Glóð sem eru eldklárir aðstoðarmenn slökkviliðsins og hjálpa til við að vinna á móti Brennuvargi. Nemendur fengu bækur og endurskinsmerki að gjöf og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina og gjafirnar. Við verðum eldklár um jólin.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-12-06 11:02:492021-12-06 11:02:49Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk.
Dagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-11-11 10:27:432021-11-17 10:15:42Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
Nemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.
Í dag fengum við heldur betur góða gesti í Víkurskóla en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamenn Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu. Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-10-06 17:27:552021-10-06 17:27:55List fyrir alla í Víkurskóla.
Nú í haust fékk skólinn 12 nýjar fartölvur og hleðsluskáp. Þessi búnaður leysir af hólmi gamlar borðtölvur sem skólinn hafði notað í nokkur ár. Þetta er afar góð viðbót við kennslugögn skólans auk þess sem dýrmætt pláss skapast á bókasafninu sem hýsti tölvubúnaðinn áður. Á myndinni má sjá áhugasama nemendur í 7.-8. bekk í upplýsingatækni.
Fimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.
Víkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-09-15 10:24:032021-09-15 10:24:03Göngum í skólann.
Skólasetning Víkurskóla fór fram í dag fimmtudaginn 26. ágúst. Að venju fjölmenntu foreldrar/forráðamenn með sínum barni/börnum. Í vetur stunda 56 nemendur nám við skólann í fimm námshópum. Skólinn fékk góða gjöf í dag þegar Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum Kitchen aid hrærivél. Aldeilis góð viðbót við búnað skólans sem nýttur er til heimilisfræðikennslu. Við sendum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Það er ánægjulegt að segja frá því að smíðakennsla fer af stað í skólanum eftir 6 ára hlé og er mikil ánægja og tilhlökkun með að það varð veruleika. Nýtt skólaár er nýtt upphaf og skólasamfélagið horfir björtum augum fram á veginn.
Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Einn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt leiserbendill að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-05-20 11:28:272021-05-20 11:28:27Nemendasjóður fær peningagjöf.
Nemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.
Krakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.
Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur Víkurskóla voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. Varmenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem skólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af kappi í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystigreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af markmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessu viðburði.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-05-12 14:08:372021-05-12 14:08:37Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021.
1. og 2. bekkur gekk í dag frá Víkurskóla yfir Reynisfjall og að sveitabænum Reyni. Þetta var skemmtileg ganga með fullt af áskorunum. Það er á brattann að sækja þegar lagt er af stað en þegar upp er komið þá er útsýnið svo fallegt að allir þreyttir vöðvar endurnýja orku sína. Við stoppuðum við Reyniskirkju og sáum þar fuglshreiður sem þurfti að gæta vel að. Þar heyrðu nemendur einnig söguna um Kirkjusmiðinn á Reyn en eftir sögustund gengum við áfram að Reyni og fengum þar drykk, skúffuköku og ávexti. Við þökkum þeim Bergþóru og Ólafi fyrir góðar móttökur. Skólabíllinn sótti okkur svo og keyrði til baka. Fullkomin ferð í vorblíðunni.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-05-10 16:19:312021-05-10 16:19:31Ganga á Reynisfjall.
Krakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum.
Listatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum. Viðfangsefnið er sol og skuggar. Grunnformin og bjartir litir. Ungu listamennirnir nutu sín í goða veðrinu.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-05-06 10:30:362021-05-06 10:30:36Listatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum.
Þann 29. apríl síðastliðin fóru 1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði. Staðarhaldarar buðu okkur velkomin og fylgdu okkur í fjárhúsin þar sem sauðburður var í fullum gangi. Eftir fjárhúsheimsókn fórum við í göngutúr upp að Oddnýjartjörn. Þar var gaman að vaða og skemmtilegir skrækir heyrðust langar leiðir. Eftir að hafa vaðið og fundið allskonar dýrðgripi við vatnið var nestinu gerð góð skil. Því næst gengum við til baka en fórum þó aðra leið og komum niður á bænum Hvammbóli. Á heimleiðinni gengum við fram á Laugastein og þar sagði Salóme Þóra okkur sanna sögu sem tengist nafni steinsins. Við þökkum staðarhöldurum á Hvammbóli og Ketilsstöðum kærlega fyrir móttökurnar.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-05-03 17:24:282021-05-03 17:24:281. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði.
Í vorblíðunni nýtum við hvert tækifæri til að fara með börnin út í náttúruna og nærumhverfið. Hér eru myndir frá nemendum í 1.-2. bekk sem fóru í Víkurfjöru og útbjuggu listaverk úr efnivið sem þau fundu í fjörunni. Útkoman var glæsileg og undu nemendur sér vel og unnu sérstaklega vel saman.
http://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpg00Vikurskolihttp://vikurskoli.is/wp-content/uploads/2019/03/vikurskoli-logo1-2.jpgVikurskoli2021-04-29 11:30:322021-04-29 11:30:32Útilistaverkagerð hjá 1.-2. bekk
Erasmus+ heimsókn samstarfsskóla Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞað hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.
Skák í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliEinn af viðburðum á jóladagskráinni okkar var að fá kynningu á skák í skólann. Skák nýtur vaxandi vinsælda á nýjan leik hjá börnum og er það mjög ánægjulegt. Þessi viðburður var skipulagður í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu. Stefán Bergsson kennari kom á vegum Skáksambands Íslands og var með kynningu og kennslu í skák í öllum námshópum. Ungmennafélagið Katla keypti 10 töfl sem skólinn fær að hafa afnot af og skólinn fjárfesti í skákklukkum. Í lok dags var Stefán jafnframt með stutta kynningu fyrir kennara og starfsmenn. Það er öruggt að þessi heimsókn mun glæða áhuga margra á skákinni.
Sigrúnarstund í Víkurskóla á fullveldisdaginn 1. desember.
/in frettir /by VikurskoliÍ tilefni af 100 ára ártíð Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu sem var fædd og uppalinn í Vík var haldin stutt dagskrá og listasýning þann 1. desember sl. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Kötluseturs og Víkurskóla. Nemendur í 3.-6. bekk heimsóttu Kötlusetur á haustdögum þar sem Harpa Elín forstöðukona tók á móti þeim og fræddi þau um Sigrúnu og hennar merkilega lífshlaup og listamannsferil. Kötlusetur heldur jafnframt utan um sýningu á verkum Sigrúnar auk fiski-og fraktskipsins Skaftfellings sem Sigrún stóð fyrir að flytja til Víkur og bjarga honum frá endanlegri eyðileggingu. Í kjölfarið á fræðslunni sem nemendur fengu í Kötlusetri unnu nemendur verk undir leiðsögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur listakennara innblásinn af verkum Sigrúnar. Á viðburðinum voru verk nemenda til sýnis auk listaverka Sigrúnar sem fengin voru að láni. Harpa Elín og Kolbrún stýrðu stundinni og sögðu frá Sigrúnu. Í lokin sungu allir saman. Til stóð að viðburðurinn yrði stærri í sniðum og opin öllum en slíkt var ekki hægt vegna samkomutakmarkanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og dæmi um farsælt samstarf skólans við Kötlusetur. Verkefnið hefur jafnframt skírskotun til Kötlu Unesco jarðvangs þar sem skólinn er einn af Geo-skólum jarðvangsins og hefur um leið, m.a. það hlutverk að miðla menningu og sögu til nemenda.
Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal sem mótaði hana og þar hafði hún alltaf sínar sterku rætur. Sigrún lauk námi frá Kvennaskólanum og síðar Kennaraskóla Íslands. Sigrún nam síðar list í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Sigrún helgaði sig listinni og varð ein fremsta kirkjulistakona Norðurlanda. Hún átti alltaf sterkar taugar til sinnar heimabyggðar í Vík og ræddi oft hversu uppvaxtarárin hefðu mótað sitt líf mikið.
Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í fyrsta og öðrum bekk eru komin í jólaskap, það er jólaálfurinn líka sem að hefur stundum tekið á móti þeim í stofunni að undanförnu.
Jóladagskrá Víkurskóla 2021
Jóladagskrá 2021
Kaffihúskvöldi Víkurskóla sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna hertra samkomutakmarkana.
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
/in frettir /by VikurskoliDagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
Vinabekkurinn okkar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.
List fyrir alla í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÍ dag fengum við heldur betur góða gesti í Víkurskóla en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamenn Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu. Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.
Nýjar tölvur – loksins!
/in frettir /by VikurskoliNú í haust fékk skólinn 12 nýjar fartölvur og hleðsluskáp. Þessi búnaður leysir af hólmi gamlar borðtölvur sem skólinn hafði notað í nokkur ár. Þetta er afar góð viðbót við kennslugögn skólans auk þess sem dýrmætt pláss skapast á bókasafninu sem hýsti tölvubúnaðinn áður. Á myndinni má sjá áhugasama nemendur í 7.-8. bekk í upplýsingatækni.
Strandmælingar.
/in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.
Göngum í skólann.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
Samskipti, vinátta félagsfærni barna
/in frettir /by VikurskoliFyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors verður í Víkurskóla fimmtudaginn 16. september klukkan 17.
Sjá nánar: Vanda – fyrirlestur fyrir foreldra
Víkurskóli settur skólaárið 2021-2022
/in frettir /by VikurskoliSkólasetning Víkurskóla fór fram í dag fimmtudaginn 26. ágúst. Að venju fjölmenntu foreldrar/forráðamenn með sínum barni/börnum. Í vetur stunda 56 nemendur nám við skólann í fimm námshópum. Skólinn fékk góða gjöf í dag þegar Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum Kitchen aid hrærivél. Aldeilis góð viðbót við búnað skólans sem nýttur er til heimilisfræðikennslu. Við sendum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Það er ánægjulegt að segja frá því að smíðakennsla fer af stað í skólanum eftir 6 ára hlé og er mikil ánægja og tilhlökkun með að það varð veruleika. Nýtt skólaár er nýtt upphaf og skólasamfélagið horfir björtum augum fram á veginn.
Skólaslit Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Nemendasjóður fær peningagjöf.
/in frettir /by VikurskoliEinn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt leiserbendill að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.
Bátaverkefni 1.-2. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.
Fleiri Myndir.
Gleðigjafar heimsóttu íbúa Hjallatúns.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.
Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur Víkurskóla voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. Varmenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem skólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af kappi í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystigreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af markmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessu viðburði.
Skólahreystilið Víkurskóla 2021!
/in frettir /by VikurskoliGanga á Reynisfjall.
/in frettir /by Vikurskoli1. og 2. bekkur gekk í dag frá Víkurskóla yfir Reynisfjall og að sveitabænum Reyni. Þetta var skemmtileg ganga með fullt af áskorunum. Það er á brattann að sækja þegar lagt er af stað en þegar upp er komið þá er útsýnið svo fallegt að allir þreyttir vöðvar endurnýja orku sína. Við stoppuðum við Reyniskirkju og sáum þar fuglshreiður sem þurfti að gæta vel að. Þar heyrðu nemendur einnig söguna um Kirkjusmiðinn á Reyn en eftir sögustund gengum við áfram að Reyni og fengum þar drykk, skúffuköku og ávexti. Við þökkum þeim Bergþóru og Ólafi fyrir góðar móttökur. Skólabíllinn sótti okkur svo og keyrði til baka. Fullkomin ferð í vorblíðunni.
Listasýning 3.-4. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum.
Listatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum.
/in frettir /by VikurskoliListatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum. Viðfangsefnið er sol og skuggar. Grunnformin og bjartir litir. Ungu listamennirnir nutu sín í goða veðrinu.
1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði.
/in frettir /by VikurskoliÞann 29. apríl síðastliðin fóru 1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði. Staðarhaldarar buðu okkur velkomin og fylgdu okkur í fjárhúsin þar sem sauðburður var í fullum gangi. Eftir fjárhúsheimsókn fórum við í göngutúr upp að Oddnýjartjörn. Þar var gaman að vaða og skemmtilegir skrækir heyrðust langar leiðir. Eftir að hafa vaðið og fundið allskonar dýrðgripi við vatnið var nestinu gerð góð skil. Því næst gengum við til baka en fórum þó aðra leið og komum niður á bænum Hvammbóli. Á heimleiðinni gengum við fram á Laugastein og þar sagði Salóme Þóra okkur sanna sögu sem tengist nafni steinsins. Við þökkum staðarhöldurum á Hvammbóli og Ketilsstöðum kærlega fyrir móttökurnar.
Útilistaverkagerð hjá 1.-2. bekk
/in frettir /by VikurskoliÍ vorblíðunni nýtum við hvert tækifæri til að fara með börnin út í náttúruna og nærumhverfið. Hér eru myndir frá nemendum í 1.-2. bekk sem fóru í Víkurfjöru og útbjuggu listaverk úr efnivið sem þau fundu í fjörunni. Útkoman var glæsileg og undu nemendur sér vel og unnu sérstaklega vel saman.