Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Nýjar tölvur – loksins!
/in frettir /by VikurskoliNú í haust fékk skólinn 12 nýjar fartölvur og hleðsluskáp. Þessi búnaður leysir af hólmi gamlar borðtölvur sem skólinn hafði notað í nokkur ár. Þetta er afar góð viðbót við kennslugögn skólans auk þess sem dýrmætt pláss skapast á bókasafninu sem hýsti tölvubúnaðinn áður. Á myndinni má sjá áhugasama nemendur í 7.-8. bekk í upplýsingatækni.
Strandmælingar.
/in frettir /by VikurskoliFimmtudaginn 9. september hófust strandmælingar að nýju en það er samstarfsverkefni Víkurskóla og Kötlu jarðvangs. Hlutverk nemenda er að mæla kornastærð í fjörunni, taka myndir og staðsetja GPS-hnit sem starfsfólk Kötluseturs vinnur svo úr. Hér má sjá nokkrar myndir af mælingum dagsins.
Göngum í skólann.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli er hluti af verkefninu Heilsueflandi grunnskóli þar sem markvisst er unnið að heilsueflingu í starfi. Í því felst meðal annars að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.
Miðvikudaginn 8. september s.l. hófst verkefnið „Göngum í skólann“. Tilgangurinn með verkefninu er að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til þess að nýta virkan ferðamáta til og frá skóla, hvort sem það er að ganga, hjóla eða annað.
Af því tilfefni voru nemendur skólans kallaðir á sal þar sem verkefnið var útskýrt. Fáni heilsueflandi grunnskóla var svo dreginn að húni, en hann markar velgengni okkar í verkefninu. Að því loknu fóru nemendur skólans saman út á íþróttavöll og hlupu í skarðið.
Samskipti, vinátta félagsfærni barna
/in frettir /by VikurskoliFyrirlestur Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors verður í Víkurskóla fimmtudaginn 16. september klukkan 17.
Sjá nánar: Vanda – fyrirlestur fyrir foreldra
Víkurskóli settur skólaárið 2021-2022
/in frettir /by VikurskoliSkólasetning Víkurskóla fór fram í dag fimmtudaginn 26. ágúst. Að venju fjölmenntu foreldrar/forráðamenn með sínum barni/börnum. Í vetur stunda 56 nemendur nám við skólann í fimm námshópum. Skólinn fékk góða gjöf í dag þegar Kvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum Kitchen aid hrærivél. Aldeilis góð viðbót við búnað skólans sem nýttur er til heimilisfræðikennslu. Við sendum kvenfélaginu kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Það er ánægjulegt að segja frá því að smíðakennsla fer af stað í skólanum eftir 6 ára hlé og er mikil ánægja og tilhlökkun með að það varð veruleika. Nýtt skólaár er nýtt upphaf og skólasamfélagið horfir björtum augum fram á veginn.
Skólaslit Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk. Við sendum þeim okkar bestu framtíðaróskir. Fyrir hönd skólans sendi ég nemendum, foreldrum og starfsfólki bestu sumarkveðjur. Jafnframt sendi ég samstarfsaðilum og velunnurum Víkurskóla kærar kveðjur með þakklæti fyrir samstarfið á skólaárinu.
Skólastjóri
Nemendasjóður fær peningagjöf.
/in frettir /by VikurskoliEinn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár. Tilefni gjafarinnar og skilyrði er að nemendur Víkurskóla séu reyklausir og noti hvorki tóbak né munntóbak. Guðný ávarpaði nemendur í 5.-7. bekk og hvatti þau til að neita aldrei tóbaks. Hún sagði þeim m.a. frá því að hún sjálf leggi ávallt fyrir andvirði þess sem hún myndi nota í tóbak ef hún neytti þess og peningana hefur hún notað til ferðast fyrir og jafnvel boðið einhverjum með sér í slíkar ferðir. Guðný er nemendum Víkurskóla góð fyrirmynd og skólinn er henni þakklátur fyrir hennar gjafmildi. Guðný færði skólanum jafnframt leiserbendill að gjöf. Það voru fulltrúar nemendaráðs í hópnum sem veittu gjöfunum viðtöku.
Bátaverkefni 1.-2. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.
Fleiri Myndir.
Gleðigjafar heimsóttu íbúa Hjallatúns.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.
Víkurskóli tók þátt í Skólahreysti 2021.
/in frettir /by VikurskoliVíkurskóli tók þátt í Skólahreysti á ný eftir 3 ára hlé. Keppendur Víkurskóla voru þau Egill Atlason, Arnfríður Mára Þráinsdóttir, Auðunn Adam Vigfússon og Urður Ósk Árnadóttir. Varmenn voru klárir, þau Karl Anders Þórólfur Karlsson og Jóhanna Ellen Einarsdóttir. Liðstjórar voru þær Daria Borkowska og Victoria Reinholdsdóttir. Þetta var í 7. skipti sem skólinn tekur þátt í þessari frábæru keppni. Krakkarnir hafa stundað æfingar af kappi í allan vetur, þau stóðu sig vel og slógu skólamet í dýfum og hreystigreip. Að þessu sinni var ekki í boði að senda stuðningsmannalið með en keppnin var í beinni útsendingu og mikill spenningur var hjá samnemendum og fjölskyldum krakkana að fylgjast með. Eitt af markmiðum heilsustefnu Víkurskóla er að skólinn taki þátt í þessu viðburði.
Skólahreystilið Víkurskóla 2021!
/in frettir /by VikurskoliGanga á Reynisfjall.
/in frettir /by Vikurskoli1. og 2. bekkur gekk í dag frá Víkurskóla yfir Reynisfjall og að sveitabænum Reyni. Þetta var skemmtileg ganga með fullt af áskorunum. Það er á brattann að sækja þegar lagt er af stað en þegar upp er komið þá er útsýnið svo fallegt að allir þreyttir vöðvar endurnýja orku sína. Við stoppuðum við Reyniskirkju og sáum þar fuglshreiður sem þurfti að gæta vel að. Þar heyrðu nemendur einnig söguna um Kirkjusmiðinn á Reyn en eftir sögustund gengum við áfram að Reyni og fengum þar drykk, skúffuköku og ávexti. Við þökkum þeim Bergþóru og Ólafi fyrir góðar móttökur. Skólabíllinn sótti okkur svo og keyrði til baka. Fullkomin ferð í vorblíðunni.
Listasýning 3.-4. bekkjar.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í 3.-4. bekk unnu skemmtilegt samþætt verkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Krakkarnir útbjuggu fugla, sömdu vorljóð og ræktuðu blóm sem þau gróðursettu í blómapottum sem þau útbjuggu sjálf. Krakkarnir settu svo upp listasýningu á sal og buðu gestum að koma á opnunina. Sannarlega skemmtilegt verkefni hjá krökkunum.
Listatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum.
/in frettir /by VikurskoliListatími hjá 1. bekk og verðandi 1. bekkingum. Viðfangsefnið er sol og skuggar. Grunnformin og bjartir litir. Ungu listamennirnir nutu sín í goða veðrinu.
1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði.
/in frettir /by VikurskoliÞann 29. apríl síðastliðin fóru 1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði. Staðarhaldarar buðu okkur velkomin og fylgdu okkur í fjárhúsin þar sem sauðburður var í fullum gangi. Eftir fjárhúsheimsókn fórum við í göngutúr upp að Oddnýjartjörn. Þar var gaman að vaða og skemmtilegir skrækir heyrðust langar leiðir. Eftir að hafa vaðið og fundið allskonar dýrðgripi við vatnið var nestinu gerð góð skil. Því næst gengum við til baka en fórum þó aðra leið og komum niður á bænum Hvammbóli. Á heimleiðinni gengum við fram á Laugastein og þar sagði Salóme Þóra okkur sanna sögu sem tengist nafni steinsins. Við þökkum staðarhöldurum á Hvammbóli og Ketilsstöðum kærlega fyrir móttökurnar.
Útilistaverkagerð hjá 1.-2. bekk
/in frettir /by VikurskoliÍ vorblíðunni nýtum við hvert tækifæri til að fara með börnin út í náttúruna og nærumhverfið. Hér eru myndir frá nemendum í 1.-2. bekk sem fóru í Víkurfjöru og útbjuggu listaverk úr efnivið sem þau fundu í fjörunni. Útkoman var glæsileg og undu nemendur sér vel og unnu sérstaklega vel saman.
Stóra-upplestrarkeppnin 2021
/in frettir /by VikurskoliHéraðskeppni Stóru-upplestrarkeppninnar fór fram á Hvolsvelli 27. apríl sl. Að þessu sinni var keppnin með öðru sniði vegna sóttvarnareglna. Engir gestir gátu sótt keppnina og heildarfjöldi í sal var einungis 20 manns. Keppendur Víkurskóla voru þeir Guðjón Örn Guðmundsson og Johan Olof Ísólfur Karlsson nemendur í 7. bekk. Þeir stóðu sig með sóma. Hér fylgja myndir og upptökur frá keppninni. Þjálfari liðs Víkurskóla var Margrét Steinunn Guðjónsdóttir.
Stærðfræðifjör 3. – 7. bekkur.
/in frettir /by VikurskoliÞað var gleði og gaman hjá nemendum í stærðfræðifjöri í dag þegar þau fengu það verkefni að hanna sandkastala í fjörunni í sól og fallegu veðri. Það er kúnst að móta listaverk úr sandi og þarf oft mikla útsjónarsemi og samvinnu til að ákveða hvernig eigi að skapa listaverkið. Öll leystu þau verkefnið framúrskarandi vel og skemmtu sér konunglega við vinnuna. Þau gátu valið um hvort kastalinn lenti í flokki frumlegasti kastalinn, vandaðasti kastalinn eða fyndnasti kastalinn og var fjölbreytnin því mikil í sköpunarverkinu.
Heimsókn miðstigs á leikskólann Mánaland
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 5.-7. unnu skemmtilegt verkefni í íslensku þar sem þau sköpuðu persónur og bjuggu til sögur í kringum þær. Þau myndskreyttu sögurnar og fóru í heimsókn á Leikskólann Mánaland og lásu upp fyrir eldri nemendur þar. Ánægjulegt og árangursríkt verkefni fyrir báða hópa.
Vinningshafi í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliHún Hafdís Hanna nemandi í 3. bekk var svo heppin að vera dregin út í eldvarnargetraun Eldvarnaátaks 2020 hjá Landssambandi slökkviliða. Hún fékk að launum heimsókn í skólann frá slökkviliði Mýrdalshrepps og jafnframt viðurkenningaskjal og gjafabréf hjá spilavinum upp á 10.000,-.
Til hamingju Hafdís Hanna!
Skíðaferð
/in frettir /by VikurskoliÞriðjudaginn 9. febrúar skelltum við okkur á skíði í Bláfjöll með nemendur í 7.-10. bekk. Veðrið lék við okkur og nemendur og starfsmenn skemmtu sér konunglega og áttu góðan dag saman. Á heimleið stoppuðum við á Skalla á Selfossi og borðuðum saman.
Frábær dagur í alla staði og við erum strax farin að hlakka til næstu ferðar.
Þorrablót Víkurskóla 2021
/in frettir /by VikurskoliÁrlegt þorrablót fór fram í dag. Blótið er einn af föstum liðum skólastarfsins og haldið er fast í hefðir á þessum degi. Nemendur 10. bekkjar tóku að sér að leggja á borð fyrir blótið og gerðu það með glæsibrag. Þegar allir höfðu fengið sér góðan skammt af þorramat þá var flutt dagskrá á sal. Nemendur sungu hefðbundin þjóðleg lög við undirleik Brians Haroldssonar tónskólastjóra. Nemendaráð flutti annál ársins þar sem rifjaðir voru upp viðburðir síðasta árs í skólanum. Engum til furðu var Covid oft nefnt til sögunnar. Þá var tekið til við spil, nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1. -4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen. Að aflokinni spilakeppninni var slegið upp balli á sal. Sigurvegarar í spilakeppninni voru Þau Alexandra Hrönn Ágústsdóttir í 1.bekk og Björn Vignir Ingason í 9. bekk. Virkilega vel heppnaður dagur.
Fleiri myndir.
Heimsókn frá lögreglunni.
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliVið fengum heimsókn frá lögreglunni í dag. Nemendur í öllum bekkjum fengu fræðslu um ýmislegt sem tengist umferðaröryggi einkum gangandi vegfarenda. Einnig var farið yfir reglur varðandi rafhlaupahjól. Við þökkum Söru Lind lögregluþjóni kærlega fyrir heimsóknina.
Rannsóknarverkefni í Víkurskóla – Katla jarðvangur.
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliKatla jarðvangur og Víkurskóli, í samstarfi við Kötlusetur í Vík, hófu rannsóknarverkefni fyrir nemendur í Víkurskóla þann 12. janúar 2021. Verkefnið gengur út á að rannsaka strandlínu- og fjörubreytingar í Víkurfjöru á næstu árum.
Verkefnið felur í sér að nemendur í 5.-10. bekk mæla upp 6 snið í Víkurfjöru ásamt því að mæla kornastærðirnar á sandinum þar og taka ljósmyndir af formgerðunum í fjörunni. Yngstu nemendur skólans 1. -4. bekkur munu síðan stunda sjálfstæðar rannsóknir á sandinum í Víkurfjöru, dýralífinu sem þar er að finna og rannsaka rusl sem skolast þar á land.
Stefnt er að því að nemendur mæli sniðin fjórum sinnum á ári, á vorin, seinni part sumars, haustin og um veturinn, til að fá sem besta mynd á það hvernig fjaran breytist á milli árstíða. Þá er fjörukamburinn einnig mældur til að athuga hvort það mikla landbrot sem hefur átt sér stað við Vík sé enn í gangi. Með mælingu sniðanna má sjá hvort að fjaran sé að byggjast upp eða ekki, ásamt því að reikna út u.þ.b. rúmmálið sem hefur annað hvort bæst við fjöruna eða verið fjarlægt þaðan. Athuganir á kornastærðinni í fjörunni og formgerðunum munu síðan gefa hugmyndir um orkustig strandarinnar og er kjörið tækifæri til að fræða nemendur um hið síbreytilega landslag fjara og hver áhrif loftlagsbreytinga hafa á strandsvæði.
Markmiðin með rannsóknarverkefninu eru að nemendur kynnist því hvernig sé staðið að vísindalegum rannsóknum og fái að taka þátt í þeim, svo sem mælinga, söfnun upplýsinga og úrvinnslu gagna, en slík reynsla mun vonandi nýtast þeim vel í framtíðinni. Einnig að verkefnið muni auka skilning nemenda á strandumhverfum, sérstaklega sandfjörum, og hvað það er sem veldur breytingum á þeim, svo sem landrofi og vexti.
Stefnt er að því að birta niðurstöðu mælinganna einu sinni á ári og er áætlað að þær verði til sýnis í sjóminjasafninu Hafnleysu við Kötlusetur.
Það er Jóhannes Marteinn Jóhannesson jarðfræðingur hjá Kötlu jarðvangi sem stýrir verkefninu fyrir hönd Kötlu Jarðvangs í samstarfi við Kolbrúnu Hjörleifsdóttur verkefnastjóra Geo-skóla Víkurskóla. Auk þess munu allir nemendur Víkurskóla taka þátt og flest allir starfsmenn koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti.
Víkurskóli hefur verið einn af Geo-skólum Kötlu UNESCO Global Geopark frá árinu 2017. Árlega vinna nemendur fjölbreytt verkefni í því augnamiði að tileinka sér og vinna með einkenni, sögu og jarðfræði nærumhverfisins til að efla umhverfisvitund og umhverfislæsi nemenda.
Fleiri myndir.
Heimsókn frá Björgunarsveitinni Víkverja.
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ dag komu tveir félagar úr Björgunarsveitinni Víkverja í heimsókn til nemenda í 8.-10. bekk. Það voru þeir Einar Guðnason og Sigurður Ásgrímur Gíslason sem báðir eru fyrrum nemendur í Víkurskóla. Þeir kynntu starf sveitarinnar og sögðu frá ungliðanámskeiði sem til stendur að halda hjá sveitinni. Krakkarnir voru mjög áhugasöm og öruggt að í hópnum eru björgunarsveitarfólk framtíðarinnar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Stærðfræðifjör hjá 3. – 7. bekk
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÞað ríkir oft mikil gleði og áhugi í stærðfræðifjöri hjá 3. – 7. bekk enda verið að vinna að skapandi verkefnum í stærðfræði á fjölbreytilegan hátt.
Síðasta viðfangsefni krakkanna var að hanna og skapa bát sem gæti siglt niður Víkuránna . Í verkefninu reyndi á útsjónasemi, samvinnu og ígrundun og var hver báturinn á fætur öðrum listalega hannaður.
Í lokin var haldin heilmikil kappsigling á Víkuránni þar sem reyndi á hæfni bátanna, sem allir náðu í mark.
Fleiri myndir.