Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Dagatalið
23 - 28 janúar
Þjóðlegir dagar
29 janúar
Þorrablót
6 febrúar
Dagur leikskólans
6 febrúar
Dagur tónlistarskólans
11 febrúar
Dagur íslenska táknmálsins
12 febrúar
Bekkjarkvöld yngsta stig
17 febrúar
3. valönn hefst
18 febrúar
Bekkjarkvöld miðstig
26 febrúar
Bekkjarkvöld elsta stig
Aðventan í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliAðventan hefur liðið hratt hjá okkur í Víkurskóla. Margir skemmtilegi,r litlir viðburðir til þess að lita tilveruna. Vasaljósaferð og leikir á Syngjandanum, heimsókn í Víkurkirju og söngstundir með Brian Haroldsson. Við höfum líka fengið gesti í húsið, Slökkviliðið kom í heimsókn til 3.-4. bekkjar og svo má ekki gleyma stórskemmtilegri heimsókn Sævars Helga Bragasonar rithöfundar og stjörnuskoðunarsérfræðíngs. Hér fylgir með mynd af nemendum í 1.-6. bekk sem heimsóttu íbúa á Hjallatúni og sungu af hjartans lyst fyrir þá. Aðventan er tími til að gleðjast og gleðja aðra. Nemendur eru nú að keppast við að undirbúa Litlu-jólin sem verða þriðjudaginn 17. desember n.k.
Jóladagskrá
/in frettir /by VikurskoliÞað styttist í jólahátíðina. Í desember gerum við eitt og annað til að brjóta upp hversdaginn í aðdraganda jólanna. Hér gefur að líta það helsta sem verður á dagskránni hjá okkur í Víkurskóla.
Hér er hægt að skoða Jóladagskrá 2024
Dagur íslenskrar tungu
/in frettir /by VikurskoliAð venju var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Víkurskóla. Nemendur og starfsfólk stóðu fyrir skemmtun sem kölluð er Kaffihúskvöld Víkurskóla en það er jafnframt fjáröflun fyrir Ferðasjóð nemenda. Að þessu sinn sáu nemendur alfarið um skemmtiatriði með aðstoð kennara og starfsmanna. Nemendur sáu líka um að baka og gera glæsilegt veisluborð fyrir gesti kvöldsins. Viðburðurinn var eins og alltaf afar vel sóttur. Nemendur 1. bekkjar og elsti hópur leikskólans voru með sameiginlegt söngatriði, nemendur 2.-3. bekkjar sungu þekkta vísu Jónasar Hallgrímssonar, Buxur, vesti brók og skó, þau lásu líka upp frumsamin ljóð. Nemendur í 4.-6. bekk gáfu innsýn í verkefni sem þau hafa unnið í Drangamixi, verkefnið fjallar um Landvætti Íslands, þau tóku jafnframt lagið. Nemendur 7. bekkjar lásu Veðurvísur Jónasar og nemendur 8. bekkjar sögðu frá ævi þjóðskáldsins okkar. Fulltrúar nemendaráðs, Íris, Andri og Diljá voru kynnar kvöldsins. Nemendur 9.-10. bekkjar sáu um að stilla öllu fallega upp fyrir kvöldið og aðstoðuðu við frágang. Sannarlega skemmtilegur viðburður.
Kaffihúskvöld
/in frettir /by VikurskoliNemendafélag Víkurskóla safnar fyrir skólapeysum
/in frettir /by VikurskoliNemendur höfðu selt happdrættismiða við góðar viðtökur og í dag voru vinningshafar dregnir út. Nemendur afhentu sjálfir hnallþórurnar til vinningshafa.
Til hamingju vinningshafar með kökurnar og takk allir sem styrktu með miðakaupum.