Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands bauð nemendum á tónleika.
/in frettir /by VikurskoliÞann 9. maí sl. fóru nemendur í 1.-6. bekk á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands. Tónleikarnir voru sameiginlegir með nemendum Kirkjubæjarskóla og fóru tónleikarnir fram í Kirkjuhvoli. Sannarlega frábært framtak og gaman að okkar nemendur fái að upplifa slíkan menningarviðburð og sjá sinfóníuhljómsveit á sviði. Dagskráin var að sjálfsögðu miðuð við aldur nemenda og í lokin sungu allir Á sprengisandi en það var einmitt ósk um að nemendur væru búnir að læra textann fyrir tónleikana. Það var blíðviðri þennan dag og eftir tónleikana bauð Gvendarkjör nemendum í ís. Kærar þakkir fyrir það.
Erasmus+ ferð til Þýskalands mars ’22
/in frettir /by VikurskoliVið fórum til Þýskalands dagana 7.-11. mars í Erasmus+ verkefni sem heitir ”Fit for life”. Fyrsta daginn fórum við í félagsheimilið Bürgersaal og kynntumst verkefninu betur. Síðan brutum við ísinn með nokkrum leikjum. Svo fengum við okkur mat í skólanum og tókum okkur frímínútur þar sem við spiluðum fótbolta. Eftir hádegi gengum við upp að kastalanum í Wörth, sem núna er dvalarheimili aldraða, og fengum svo að kynnast bænum betur. Síðan fórum við aftur út í Bügersaal og unnum þar verkefni sem fjallaði um kolefnisspor og ábyrgum neysluvenjum. Í frítímanum spiluðum við skittles sem er tegund af keila. Dagin eftir keyrðum við til Regensburg og fengum okkur stuttan göngutúr í kringum Regensburg þar sem við sáum gamlar byggingar og dómkirkju og fengum leiðsögn frá einum af þýsku kennurunum henni Karen. Svo fórum við í sögusafn sem heitir Museum of Bavarian history. Eftir það var farið í rafrænan ratleik byggður á heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna, þar sem ratað er eftir gps og notað sérstakt app þar sem spurningar um ýmis viðfangsefni eru svaraðar á hvern gps-punkti. Að því loknu var borðaður hádegismatur og fengið sér ís. Svo fengum við frítíma til að ganga um Regensburg og fara í búðir síðan var leiðinni haldið heim og farið í félagsmiðstöð þar sem við fórum í fullt af hópleikjum. Síðasta daginn fórum við til Erding og fórum á safn sem var með sýningu um loftslagsmál og kolefnisspor og þar á eftir fengum við okkur hádegismat. Eftir mat skelltum við okkur í BMW – safnið í Munchen og skoðuðum flotta bíla auk þess sem framleiðendur voru með sýningu um það hvernig þau eru markvisst að vinna að gera framleiðslu sína umhverfisvænni. Að lokum röltum við um Olympic park sem var byggður upp fyrir sumar ólympíuleikana 1955, áður en var haldið heim til Wörth. Það kvöld var komið að kveðjustund þar sem við borðuðum kvöldmat saman á gistihúsinu og tókum við gjöfum. Svo lögðum við af stað snemma að morgni aftur heim til Íslands.
Arnheiður, Jóhanna Ellen, Egill 10. bekkur
Ólympíþorpið í Munchen .
Bæjarrölt í Regensburg
Fræðslu- og menningarferð.
/in frettir /by VikurskoliFrábær fræðslu- og menningarferð að baki hjá nemendur í 1. – 6. bekk. Byrjuðum ferðina á því að heimsækja Lava Center á Hvolsvelli, skoðuðum þar eldfjalla- og jarðskjálftasýninguna sem var mjög áhugaverð. Því næst skoðum við hellana við Ægissíðu á Hellu þar sem við upplifðum einstakan ævintýraheim. Einnig var farið í sund á Hellu og þar var mikil gleði og kátína. Í lokin fengum við frábærar pítsur í Árhúsi áður en við lögðum heim á leið. Frábær ferð í alla staði bæði fróðleg og skemmtileg.
1. og 2. bekkur hafa í vetur verið í samskiptum við 1. og 2. bekk úr Laugalandsskóla í svokölluðu vinabekkjarverkefni. Þessi samskipti hafa vakið hjá þeim mikla gleði og ánægju og á dögunum kom loksins að því að bekkirnir gætu hisst. Víkurskóli heimsótti vini sína á laugalandi í síðustu viku og fóru m.a að skoða stæsta manngerða helli á Íslandi að Hellum sem að þótti heldur betur áhugaverður, einnig léku krakkarnir sér saman og enduðu svo daginn í sundi. Í liðinni viku kom svo Laugalandsskóli í heimsókn til okkar í Víkurskóla og fórum við með þeim um þorpið okkar sem að skartaði sínu fegursta í dásamlegu veðri. Við forum m.a og heimsóttum Hörpu í Kötlusetri sem að sagði okkur aðeins frá Kötlusetri og sýndi okkur svo Skaftfelling sem að þótti heldur betur áhugavert. Einnig forum við í ratleik um þorpið og Hjördís sagði öllum þjóðsöguna um Reynisdranga. Svona verkefni kemur inná annsi marga þætti skólastarfsins en hvað mikilvægast er hversu mikill styrkur það er í félagsfærni krakkana að kynnast nýjum krökkum, sýna þeim vinsemd, virðingu og hlýju sem að svo sannarlega einkenndi þessa daga. Frábært í alla staði!
Skólahreysti 2022.
/in frettir /by VikurskoliKeppnislið Víkurskóla stóð sig með prýði í undanúrslitum Skólahreysti sem fram fór 27. apríl í beinni útsendingu á Rúv og hafnaði hópurinn í 4 sæti riðilsins. Stuðningslið nemenda í 7.-10. bekk fylgdi sínu liði fast eftir og lét sitt ekki eftir liggja á óhorfendapöllunum. Keppnislið Víkurskóla skipaði, Arnfríður Mára, Egill, Patrik Örn, Kristófer Ek og Stephanie Ósk. Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju. Þjálfari liðsins í vetur er Katrín Waagfjörð íþróttafræðingur. Það er ekki sjálfgefið að svona lítill skóli eins og okkar geti tekið þátt viðlíka keppni og att kappi við miklu fjölmennari skóla. Nemendur Víkurskóla eru í dag 57 talsins.
Röddin, upplestrarkeppni.
/in frettir /by VikurskoliÞann 28. apríl fór fram lokakeppni Raddarinnar upplestrarkeppni 7. bekkinga. Keppnin fór að þessu sinni fram á Kirkjubæjarklaustri. Þar kepptu nemendur úr skólunum í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja í upplestri á texta og ljóðum. Keppendur Víkurskóla þær Íris Anna Orradóttir og Aníta Ósk Reynisdóttir stóðu sig með sóma og Íris Anna varð í 3. sæti í þessari lokakeppni.
Vorhreinsun í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliDaginn eftir vel heppnaða árshátíð Víkurskóla tóku nemendur og starfsfólk Víkurskóla sig til og fóru í allsherjar hreinsun á skólalóðinni. Eins og annars staðar í þorpinu hafði gífurlegt magn af sandi borist inn á lóðina í vetur og því ekki vanþörf á að bregðast við. Allir stóðu sig með miklum sóma og það er öruggt að einhver tonn af sandi voru fjarlægð. Ekki spillti nú fyrir að veðrið var dásamlegt og sannarlega einn af okkar fyrstu góðu vordögum. Eftir hádegið var svo farið í leiki á útilóðinni og sundlauginni áður en farið var í langþráð páskafrí. Það var gaman að hefja skólastarfið að nýju í dag í frábæru veðri með svona vel hreinsaða skólalóð. Myndirnar tala sínu máli.
Röddin, upplestrarkeppni Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞann 29. mars fór fram skólakeppni upplestrarkeppninnar Raddarinnar. Röddin tekur við af Stóru upplestrarkeppninni sem lauk göngu sinni á síðasta ári. Nú munu skólarnir í Rangarvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auk Grunnskóla Vestmannaeyja sameinast um að halda árlega héraðskeppni undir nafninu Röddin. Nemendur 7. bekkjar Víkurskóla hafa æft upplestur af kappi í vetur og stóðu sig afar vel í skólakeppninni. Það verða þær Íris Anna og Aníta Ósk sem munu lesa upp á héraðskeppninni sem haldin verður á Kirkjubæjarklaustri í lok apríl n.k. Við þökkum krökkunum í 7. bekk og umsjónarkennara þeirra, Þuríðar Lilju Valtýsdóttur kærlega fyrir flottan viðburð.
Vorið og páskar nálgast.
/in frettir /by VikurskoliÞessar fallegu körfur unnu nemendur 1.-2. bekkjar í listatíma. Þær minna okkur á að vorið og páskarnir nálgast og svo er líka gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni
Fulltrúi Víkurskóla á Barnaþingi.
/in frettir /by VikurskoliBarnaþing var haldið í Hörpu dagana 3. og 4. mars til að ræða ýmis samfélagsmál sem tengjast mannréttindum, skóla-og menntamálum og umhverfismálum. Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands, setti þingið sem fór fram með þjóðfundarsniði. Rúmlega 100 börn komu saman á þinginu. Guðjón Örn Guðmundsson, nemandi í 8. bekk hér í Víkurskóla sat þingið og vann í hópi umhverfismála. Í lok þings voru niðurstöður formlega afhentar forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra og umhverfisráðherra sem jafnframt svöruðu spurningum barnanna. Niðurstöður þingsins verða svo í framhaldinu gefnar út í skýrslu og það verður áhugavert að sjá hvað börn á Íslandi hafa til málanna að leggja.
Egyptaland hið forna.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 3. og 4. bekk eru að vinna með sögu mannkyns. Þau hafa verið að fræðast um Egyptaland hið forna, þau vita að þar réðu konungar sem kallaðir voru faraóar, fólkið vann fyrir faraóana sem lét það hlaða pírramída þeim og guðunum til dýrðar. Krakkarnir vita líka að líkömum háttsetts fólks var breytt í múmíur og þær settar í kistur sem settar voru í grafhýsi inni í píramídunum. Hér má sjá nemendur í skapandi starfi byggja líkön af slíkum byggingum og eins og við alla byggingarlist reynir á útsjónarsemi, samvinnu og stærðfræði.
Gjöf til söfnunar fyrir Hreystibraut við Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliKvenfélag Dyrhólahrepps færði skólanum peningagjöf að upphæð 200 þúsund krónur til styrktar hreystibrautarverkefni Víkurskóla. Söfnun vegna hreystibrautarinnar stendur enn yfir og áætlað að henni ljúki fyrir vorið. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á að hafa samband við skólann og eins er enn hægt að styrkja verkefnið með kaupum á vönduðum sokkum frá Icewear. Á myndinni má sjá stjórn Kvenfélags Dyrhólahrepps og skólastjóra þegar gjöfin var formlega afhent. Víkurskóli þakkar félaginu rausnarlega gjöf og hlýhug til skólans.
Þorrablót Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliAð venju héldum við þorrablót með okkar hefðbundnu sniði. Að vísu þurftum við að færa það til þar sem covid bankaði hressilega uppá. Þorramaturinn var á sínum stað að honum loknum söfnuðust allir saman á sal skólans og nemendaráð flutti annál ársins, allir sungu þjóðleg lög af hjartans lyst og svo síðast en ekki síst var tekið í spil. Yngri nemendur spiluðu Ólsen, Ólsen og eldri nemendur spiluðu félagsvist. Í fyrsta sæti í eldri hópnum, annað áríð í röð var Björn Vignir og Maksimyllian var sigurvegari í Ólsen, Ólsen keppninni. Við óskum til hamingju. Þessi dagur var í alla staði velheppnaður.
Valentínusarball í Víkurskóla
/in frettir /by VikurskoliÍ dag eru krakkarnir í 7.-10. bekk í óðaönn að undirbúa Valentínusarball skólans. Til stóð að það yrði í kvöld en veðurspáinn er slæm þannig að ballið verður á morgun þriðjudaginn 15. febrúar klukkan 19:30. Skólabíllinn keyrir.
COVID turninn varð til.
/in frettir /by VikurskoliLífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það að markmiði að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Víkurskóli er heilsueflandi grunnskóli og tekur þátt í þessu verkefni á hverju ári. Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2011) er Heilbrigði og velferð einn af sex grunnþáttum menntunnar. Heilsueflandi grunnskóli er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Í lífshlaupinu er markmiðið að nemendur hreyfa sig í minnstalagi í 60 mínútur á dag í tvær vikur.
Krakkarnir í 3. og 4. bekk eru orðin smá þreytt á COVID eins og flestir í samfélaginu. Í útihreyfingu dagsins var skipulagið að búa til snjóhús en við komumst fljótt að því að það var aðeins of tímafrekt verkefni. Bekkurinn dó ekki ráðalaus enda lausnamiðuð með eindæmum og snjóhúsið varð að snjóturni. Í þessu samvinnuverkefni var mikið spjallað saman og kom upp sú góða hugmynd að það væri nokkuð gott ef að hægt væri að loka COVID veiruna inni í turni og geyma hana þar. Varð úr að snjóturninn varð að COVID turni og trúum við því staðfastlega að veiran geymist vel í honum.
Smá sýnishorn af útikennslu hjá 1. og 2. bekk síðustu daga en þau voru dugleg að nýta góða veðrið að undanförnu eftir allt of langa inniveru í tengslum við covid. Eins og sjá má skein gleðin úr hverju andliti og að þau voru dugleg að nýta sér það sem að vegi þeirra varð til eflingar á styrk og jafnvægi.
Víkurskóli fær góða bókagjöf.
/in frettir /by VikurskoliSvavar Guðmundsson rithöfundur og einn af okkar góðu velunnurum færði Víkurskóla á dögunum veglega bókagjöf. Svavar hefur ekki látið fötlun sína stöðva sig við ritstörfin þrátt fyrir að hann sé einungis með 10% sjón. Á dögunum gerði hann samning við Menntamálastofnun um að ein af bókum hans verður í boði sem námsgagn fyrir grunnskóla. Víkurskóli þakkar Svavari fyrir hans hlýhug og góðu gjöf.
Erasmus+ heimsókn samstarfsskóla Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÞað hefur sannarlega verið áskorun að taka þátt í alþjóðasamstarfi á tímum Covid 19. Verkefnið sem Víkurskóli lagði af stað í haustið 2019 stoppaði í mars 2020. Nú á haustdögum var ákveðið að gera nýtt plan og það kom í okkar hlut að ríða á vaðið og taka á móti gestum nú fyrir skemmstu.
Samstarfsskólar Víkurskóla eru staðsettir í Þýskalandi, Póllandi, Kanaríeyjum, Grikklandi og Finnlandi. Allir gátu komið að undanskyldum Finnum sem ekki fengu fararleyfi. Alls taldi hópurinn 10 nemendur og 8 kennara. Víkurskóli undir stjórn Victoriu verkefnastjóra Erasmus+ setti upp metnðarfulla dagskrá þá daga sem gestirnir dvöldu hjá okkur. Við fengum Adam forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar OZ og Evu Dögg í Garðakoti í lið með okkur og tóku þau m.a. að sér að vera með vinnusmiðju nemenda sem gekk út á að allir myndu skapa sína draumaveröld byggða á því sem hver og einn teldi mikilvægt fyrir sig sem einstakling. Victoria tengdi þessa vinnu jafnframt við hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar sem skólinn hefur á sinni stefnuskrá. Hópurinn fór í styttri og lengri ferðir auk þess sem þau fóru á hraunsýninguna Lava Show. Margir greiddu götu okkar við heimsókn samstarfsskóla okkar. Kötlusetur lagði til fundarastöðu ásamt því að þær Harpa Elín forstöðumaður og Anna starfsmaður setursins kynntu starfsemina, Hótel Vík bauð góðan afslátt af gistingu, sömuleiðis fengu gestirnir góðan afslátt í Ice Wear, frían sundpassa hjá Íþróttamiðstöð Mýrdalshrepps og góðan afslátt hjá Lawa Show. Þá má ekki gleyma foreldrum og starfsmönnum sem lögðu til veitingar og aðstoðuðu á svo marga vegu.
Það var mjög gaman að sjá þrátt fyrir hvað heimsóknin var stutt hvað krakkarnir af þessum 5 þjóðernum náðu vel saman. Til upprifjunar þá heitir verkefnið,,Fit for life’’. Markmið þess er að gera nemendur betur meðvitaða um hvað það er sem stuðlar að hreysti sálar og líkama. Horft er til þátta eins og hreyfingar, næringar, sjálfsmyndar, félagsfærni og andlegrar líðan. Jafnframt gera skólarnir sér far um að draga fram það sem skiptir máli í þeirra menningu sem styrkir andlega vellíðan s.s. dans, tónlist, leiklist og útivist. Skólarnir munu skipta á milli sín margskonar verkefnavinnu sem tengist inn á þessa þætti.
Skák í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliEinn af viðburðum á jóladagskráinni okkar var að fá kynningu á skák í skólann. Skák nýtur vaxandi vinsælda á nýjan leik hjá börnum og er það mjög ánægjulegt. Þessi viðburður var skipulagður í samstarfi við Ungmennafélagið Kötlu. Stefán Bergsson kennari kom á vegum Skáksambands Íslands og var með kynningu og kennslu í skák í öllum námshópum. Ungmennafélagið Katla keypti 10 töfl sem skólinn fær að hafa afnot af og skólinn fjárfesti í skákklukkum. Í lok dags var Stefán jafnframt með stutta kynningu fyrir kennara og starfsmenn. Það er öruggt að þessi heimsókn mun glæða áhuga margra á skákinni.
Sigrúnarstund í Víkurskóla á fullveldisdaginn 1. desember.
/in frettir /by VikurskoliÍ tilefni af 100 ára ártíð Sigrúnar Jónsdóttur kirkjulistakonu sem var fædd og uppalinn í Vík var haldin stutt dagskrá og listasýning þann 1. desember sl. Viðburðurinn var samstarfsverkefni Kötluseturs og Víkurskóla. Nemendur í 3.-6. bekk heimsóttu Kötlusetur á haustdögum þar sem Harpa Elín forstöðukona tók á móti þeim og fræddi þau um Sigrúnu og hennar merkilega lífshlaup og listamannsferil. Kötlusetur heldur jafnframt utan um sýningu á verkum Sigrúnar auk fiski-og fraktskipsins Skaftfellings sem Sigrún stóð fyrir að flytja til Víkur og bjarga honum frá endanlegri eyðileggingu. Í kjölfarið á fræðslunni sem nemendur fengu í Kötlusetri unnu nemendur verk undir leiðsögn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur listakennara innblásinn af verkum Sigrúnar. Á viðburðinum voru verk nemenda til sýnis auk listaverka Sigrúnar sem fengin voru að láni. Harpa Elín og Kolbrún stýrðu stundinni og sögðu frá Sigrúnu. Í lokin sungu allir saman. Til stóð að viðburðurinn yrði stærri í sniðum og opin öllum en slíkt var ekki hægt vegna samkomutakmarkanna. Viðburðurinn var afar vel heppnaður og dæmi um farsælt samstarf skólans við Kötlusetur. Verkefnið hefur jafnframt skírskotun til Kötlu Unesco jarðvangs þar sem skólinn er einn af Geo-skólum jarðvangsins og hefur um leið, m.a. það hlutverk að miðla menningu og sögu til nemenda.
Sigrún Jónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 19. ágúst 1921. Hún ólst upp í Vík í Mýrdal sem mótaði hana og þar hafði hún alltaf sínar sterku rætur. Sigrún lauk námi frá Kvennaskólanum og síðar Kennaraskóla Íslands. Sigrún nam síðar list í Danmörku, Svíþjóð og víðar. Sigrún helgaði sig listinni og varð ein fremsta kirkjulistakona Norðurlanda. Hún átti alltaf sterkar taugar til sinnar heimabyggðar í Vík og ræddi oft hversu uppvaxtarárin hefðu mótað sitt líf mikið.
Slökkviliði Mýrdalshrepps komu og heimsóttu 3. og 4. bekk.
/in frettir /by VikurskoliKrakkarnir í fyrsta og öðrum bekk eru komin í jólaskap, það er jólaálfurinn líka sem að hefur stundum tekið á móti þeim í stofunni að undanförnu.
Jóladagskrá Víkurskóla 2021
Jóladagskrá 2021
Kaffihúskvöldi Víkurskóla sem vera átti fimmtudaginn 18. nóvember n.k. er frestað um óákveðinn tíma vegna hertra samkomutakmarkana.
Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði.
/in frettir /by VikurskoliDagana 18. – 22. október fóru nemendur í 6. og 7. bekk í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar er markmið m.a. að auka samstöðu og efla samvinnu og sjálfstæði nemanda. Yfir daginn tóku þau þátt í fjölbreyttri dagskrá á vegum skólabúðanna svo sem heimsókn á Byggðarsafnið, náttúrufræði, fjöruferð, íþróttum og skemmtilegum leikjum. Á kvöldin voru kvöldvökur þar sem nemendur voru með ýmis skemmtiatriði. Hópurinn okkar tók þátt í hárgreiðslukeppni og sigraði hana með glæsibrag. Allir nemendurnir voru til fyrirmyndar í framkomu og námi, eignuðust góða vini og voru verulega ánægðir með dvölina.
Vinabekkurinn okkar.
/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.
List fyrir alla í Víkurskóla.
/in frettir /by VikurskoliÍ dag fengum við heldur betur góða gesti í Víkurskóla en það voru þeir landsþekktu skemmtikraftar og listamenn Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Yfirskrift sýningarinnar var Ein stór fjölskylda. Felix fræddi börnin um hvernig fjölskyldur nútímans geta verið mismunandi, Gunnar sagði frá því hvað hann hefur í huga þegar hann semur skáldsögur fyrir börn og svo í lokin slóu þeir félagar upp söngveislu. Víkurskóli þakkar af alhug fyrir þessa góðu heimsókn sem er hluti af menningarverkefninu List fyrir alla.