Farsæld barna

Markmið með lögum um samþætta þjónustu (https://www.althingi.is/altext/151/s/1723.html) er  að öll börn og foreldrar þeirra, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana og að þeir sem veita börnum og foreldrum þjónustu, fylgist með velferð og farsæld allra barna, bregðist við þörf fyrir þjónustu og hafi samráð sín á milli til að veita góða þjónustu við hæfi.

Ekki er hægt að hafa samráð án undirritaðrar beiðni um samþætta þjónustu. Samþætt þjónusta tekur til allra kerfa sem veita börnum þjónustu, hvort sem hún er veitt á vettvangi ríkis eða sveitarfélaga. Þjónustan er veitt á þremur þjónustustigum:

  • stig – er grunnþjónusta fyrir alla – snemmtækur stuðningur
  • stig – er markviss stuðningsþjónusta byggð á faglegu mati eða frumgreiningu
  • stig – er sérhæfðari stuðningsþjónusta í samræmi við ítarlega greiningu á þörfum Þegar barn er við nám í grunnskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám.

Hlutverk tengiliðar er fyrst og fremst að veita upplýsingar, aðstoða foreldra og barn og styðja við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi í samræmi við óskir foreldra og eða barns. Tengiliður Víkurskóla skólaáríð 2023-2024 er Áslaug Einarsdóttir yfirþroskaþjálfi.

Barn sem hefur þörf fyrir fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi til lengri tíma fær málstjóra frá félagsþjónustu eða barnavernd. Hlutverk málstjóra er að veita frekari upplýsingar og ráðgjöf en tengiliður gerir og leiða samþættingu þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi. Málstjóri leiðir einnig stuðningsteymi. Stuðningsteymi er vettvangur þar sem þjónustuveitendur og eftir atvikum þeir sem veita barni almenna þjónustu eiga samstarf um samþættingu þjónustunnar. Stuðningsteymi gerir einstaklingsbundna stuðningsáætlun og fylgir henni eftir.

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hefur unnið sameiginlega stefnumótun fyrir skólana á starfssvæðinu um  hernig unnið er samkvæmt lögum um farsæld í þágu barna.  Allar frekari  upplýsingar um vinnslu mála hvað varðar farsæld barna má finna á vefslóðinni: https://vefur.skolamal.is/starfsemin/farsaeld/

________________________________________

Hér er hægt að nálgast textann  í pdf Farsæld barna

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is