Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
Útikennsla á Syngjandanum
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk fóru í tónmenntatíma í útikennslustofu skólans á Syngjandanum í vikunni. Blíðskaparveður og kjörið að hlusta á náttúruhljóðin.
Fleiri myndir
Haustlitaferð Víkurskóla
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliAllir nemendur og starfsfólk Víkurskóla fóru í árlega haustferð 8. september. Að þessu sinni var farið í vettvangsferð og berjamó upp í Hafursey. Veðrið var ágætt og allir nutu dásamlegrar útivistar. Sumir týndu alveg helling af berjum en aðrir borðuðu þau á staðnum. Markmið svona vettvangsferðar er fjölþætt og kemur inn á mjög marga þætti í áherslum Víkurskóla. Nemendur læra um náttúru nærumhverfisins og hvernig ber að umgangast hana sem er partur af Jarðvangsskólanum, nemendur blandast þvert á aldur í skemmtilegri samveru sem er það sem þau sjálf hafa óskað eftir og svo síðast en ekki síst er svona ferð mikilvæg fyrir Heilsueflandi skólastarf.
Fleiri Myndir
Dagur læsis
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliDagur læsis var 8. september sl. að því tilefni fóru nemendur í 3.-4. bekk í heimsókn með Hrund umsjónarkennara á leikskólann Mánaland og nemendur lásu fyrir leikskólabörnin. Báðir hópar höfðu mjög gaman af heimsókninni eins og sjá má á af myndunum. Læsi er grundvöllur alls skólastarfs. Í Víkurskóla er unnið markvisst með lestur. Í skólanum er lesið með fjölbreyttum hætti eina kennslustund á dag, allir bekkir á sama tíma. Þetta er rúllandi kerfi þannig að ekki er alltaf um sömu kennslustund að ræða. Krakkarnir eru mjög áhugsöm í lestrarnáminu en jafnframt er nauðsynlegt að foreldrar og heimili standi þétt með skólanum í að gera krakkana fluglæsa.
Göngum í skólann
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ Víkurskóla kemur hluti nemenda með skólabíl á morgnana og hafa því ekki tök á því að ganga í skólann eins og krakkarnir í þorpinu. En hann Egill Atlason hugsaði út fyrir kassann og lét sig ekki muna um að ganga í skólann frá heimili sínu að morgni 3. september sl! Þessi spotti er hvorki meira né minna en 10 kílómetrar. Aldeilis vel gert. Verkefnið Göngum í skólann stendur til 7. október. Við hvetjum nemendur og foreldra til að taka virkan þátt í þessu skemmtilega verkefni. Í skólanum bætum við við 20 mínútna hreyfingu þrisvar í viku.
Göngum í skólann
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ dag 2. september hófst á landsvísu lýðheilsuverkefnið Göngum í skólann. Víkurskóli mun taka þátt af krafti eins og síðustu ár. Af þessu tilefni hittust allir nemendur og starfsfólk á sal þar sem verkefnið var formlega sett af stað og við notuðum tækifærið til að draga nýjan fána, Heilsueflandi skóli að húni. Fáninn barst okkur síðastliðið vor sem viðurkenning á því að Víkurskóli hefur náð ákveðnum markmiðum í verkefninu Heilsueflandi skóli. Það voru þau Urður Ósk nemandi í 10. bekk og Eiður Árni nemandi í 1. bekk sem drógu fánann að húni. Að þessari athöfn lokinni fór allur skólinn saman í íþróttahúsið þar sem farið var í skemmtilegt leikjafjör.