Víkurskóli sími : 487-1242 netfang : vikurskoli@vikurskoli.is / Skólabílstjórar Ingi Már : 894-9422 – Hjördís Rut: 861-0294
Heimilsfang: Mánabraut 3 | Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is
List fyrir alla
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliSíðastliðinn mánudag fengum við góða gesti í skólann gegnum verkefnið List fyrir alla. Það voru þau Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem kalla sig Dúó Stemmu. Þau spiluðu, sungu og léku á ýmis hljóðfæri, hefðbundin og heimatilbúin m.a. hrossakjálka, skyrdós og sandpappír. Sannarlega tónleikhús með fullt af spennandi hljóðum, íslenskum þulum og lögum.
Fleiri myndir
Útikennsla á Syngjandanum
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliNemendur í 1.-2. bekk fóru í tónmenntatíma í útikennslustofu skólans á Syngjandanum í vikunni. Blíðskaparveður og kjörið að hlusta á náttúruhljóðin.
Fleiri myndir
Haustlitaferð Víkurskóla
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliAllir nemendur og starfsfólk Víkurskóla fóru í árlega haustferð 8. september. Að þessu sinni var farið í vettvangsferð og berjamó upp í Hafursey. Veðrið var ágætt og allir nutu dásamlegrar útivistar. Sumir týndu alveg helling af berjum en aðrir borðuðu þau á staðnum. Markmið svona vettvangsferðar er fjölþætt og kemur inn á mjög marga þætti í áherslum Víkurskóla. Nemendur læra um náttúru nærumhverfisins og hvernig ber að umgangast hana sem er partur af Jarðvangsskólanum, nemendur blandast þvert á aldur í skemmtilegri samveru sem er það sem þau sjálf hafa óskað eftir og svo síðast en ekki síst er svona ferð mikilvæg fyrir Heilsueflandi skólastarf.
Fleiri Myndir
Dagur læsis
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliDagur læsis var 8. september sl. að því tilefni fóru nemendur í 3.-4. bekk í heimsókn með Hrund umsjónarkennara á leikskólann Mánaland og nemendur lásu fyrir leikskólabörnin. Báðir hópar höfðu mjög gaman af heimsókninni eins og sjá má á af myndunum. Læsi er grundvöllur alls skólastarfs. Í Víkurskóla er unnið markvisst með lestur. Í skólanum er lesið með fjölbreyttum hætti eina kennslustund á dag, allir bekkir á sama tíma. Þetta er rúllandi kerfi þannig að ekki er alltaf um sömu kennslustund að ræða. Krakkarnir eru mjög áhugsöm í lestrarnáminu en jafnframt er nauðsynlegt að foreldrar og heimili standi þétt með skólanum í að gera krakkana fluglæsa.
Göngum í skólann
/0 Comments/in frettir /by VikurskoliÍ Víkurskóla kemur hluti nemenda með skólabíl á morgnana og hafa því ekki tök á því að ganga í skólann eins og krakkarnir í þorpinu. En hann Egill Atlason hugsaði út fyrir kassann og lét sig ekki muna um að ganga í skólann frá heimili sínu að morgni 3. september sl! Þessi spotti er hvorki meira né minna en 10 kílómetrar. Aldeilis vel gert. Verkefnið Göngum í skólann stendur til 7. október. Við hvetjum nemendur og foreldra til að taka virkan þátt í þessu skemmtilega verkefni. Í skólanum bætum við við 20 mínútna hreyfingu þrisvar í viku.