Skólareglur Víkurskóla

Almenn umgengni

  • Við göngum vel um og berum virðingu fyrir skólanum, eigum skólans og þeirra sem þarf starfa
  • Við tökum ábyrg á okkar gjörðum
    • Engin skemmdarverk hvorki úti né inni
    • Enga óábyrga hegðun

Samskipti

  • Við komum fram af virðingu og sýnum prúðmennsku og háttvísi innan skólans sem utan
  • Við vinnum öll sem eitt gegn einelti
  • Við sýnum ábyrga hegðun
    • Ekkert líkamlegt né andlegt ofbeldi
    • Ekki ögra né hóta
    • Ekki barefli né vopn

Stundvísi og ástundun náms

  • Við mætum stundvíslega í skólann
  • Við tökum ábyrgð á okkar verkefnum í skólanum
  • Við virðum tíma hvers annars
  • Við sýnum vilja til að ná námsmarkmiðum
  • Við leggjum okkur fram um að hver og einn fái tækifæri til að vaxa og dafna
    • Ekki skróp eða seinagang
    • Ekkert kæruleysi eða slóðaskap
    • Engin óútskýrð endurtekin leyfi eða veikindi

Heilbrigðar og hollar lífsvenjur

  • Við temjum okkur holla lífshætti
  • Við erum hrein, snyrtileg og klædd eftir aðstæðum og veðri
  • Snjallsímar eða önnur snjalltæki eru ekki leyfð á skólatíma
    • Engin ávana- eða fíkniefni
    • Snyrtileg umgengni
    • Ekkert óhóf í óhollustu

Viðbrög við broti á skólareglum

Skólinn áskilur sér rétt  til að fara eftir V. kafla 11., 12. og 13. gr.  í reglugerð  um ábyrgð og skyldur aðila  skólasamfélagsins í grunnskólum.    1040/2011

_______________________________________________________

Hér er hægt að nálgast reglurnar í pdf formati Skólareglur Víkurskóla

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is