Strandmælingar í Víkurfjöru

Mánudaginn 5. desember fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Víkurfjöru í strandmælingar. Þau tóku ljósmyndir í fjörunni, tóku loftmyndir með dróna og mældu hvert snið í fjörunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem mælingar af þessari gerð hafa verið gerðar á Íslandi. Því mætti segja að Víkurskóli, ásamt Kötlu jarðvangi, sé að ryðja brautina fyrir framtíðarrannsóknir þar sem þessar mælingar munu hafa mikið vægi, t.d. við ákvarðanatöku um byggð við strandir landsins.

Nú er búið að gera nokkrar mælingar og strax má sjá samband milli vindáttar og rofs í fjörunni. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðum næstu ára.

Heimasíða verkefnisins er í vinnslu og verður birt innan skamms.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is