Þjóðlegir dagar 2026

Dagana 22.-28. janúar verða þjóðlegir dagar í Víkurskóla. Þá verða unnin þemaverkefni út frá ljóðinu ÞORRAÞRÆL. Þessa vikuna er janframt dansnámskeið í gangi skólanum.

Svona lítur dagskráin út, myndir koma svo síðar.

22. janúar – Opin dansæfing í íþróttahúsinu kl 12:30.
Foreldrar/forráðmenn velkomnir.

23. janúar – Lopapeysudagur – Bóndadagur – söngur á sal kl 9:00

26. janúar – Þemaverkefnið Þorraþræll útbúið í holi skólans. Kynning á vísubotnakeppni.

27. janúar – Ljóð, klippimyndir, málun og önnur sköpun sett inn á listaverkið.

28. janúar – Hefðbundið þorrablót Víkurskóla, þorramatur, annáll, söngur og spil. úrslit
vísubotnakeppninnar kynnt. Þorrablótsdagur er betrifatadagur.

Allir námshópar vinna að sérstökum verkefnum tengdum Þorraþræl:

  • 1-3. bekkur – túlkar veturinn, kuldann og veðrið.
  • 4-6. bekkur – túlkar persónur Þorraþræls, samvinnu, erfiði, húsakynni og mat.
  • 7-10. bekkur: túlkun og tenging við samtímann.

 

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is