Skólakeppni Raddarinnar

Skólakeppni Raddarinnar, upplestrarkeppni skólanna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auk Vestmannaeyja fór fram þann 11. apríl s.l. Það eru 7. bekkingar sem ár hvert æfa síg sérstaklega í upplestri og velja svo fulltrúa til að mæta á lokakeppni skólanna. Umsjón með æfingahluta verkefnisins hefur Þuríður Lilja Valtýsdóttir umsjónarkennari. Að þessu sinni fer lokakeppnin fram á Hellu 30. apríl n.k. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði. Það verða þau Ingólfur Atlason og Diljá Mist Guðnadóttir sem munu lesa upp fyrir hönd skólans á lokakeppninni.

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is