Listalestin á Hvolsvelli

Dagana 16. og 17. apríl héldu nemendur í 8.-10.b á Hvolsvöll til að taka þátt í listasmiðjum á vegum Listalestar HÍ. Fyrir smiðjunum stóðu listkennslunemendur Listaháskóla Íslands, en árlega halda þeir listasmiðjur fyrir grunnskóla utan höfuðborgarsvæðisins með áherslu á samruna listgreina. Verkefnið Listalestin er unnið í samstarfi við List fyrir alla.
Laugalandsskóli, Grunnskólinn á Hellu og Hvolsskóli tóku einnig þátt í verkefninu og var nemendum skipt í sjö smiðjur þvert á skóla. Verkefnin voru fjölbreytt og skemmtileg og lauk formlega með listasýningu í Hvolnum á Hvolsvelli miðvikudaginn 17. apríl.

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is