Heimsókn RÚV til 7.- 8.bekkjar
Fyrr í vetur sendu nemendur 7.-8. bekkjar erindi til sveitarstjórnar Mýrdalshrepps. Erindið var þess efnis að sparkvöllurinn á skólalóðinni væri farinn að láta á sjá og þarfnaðist viðhalds, og vildu krakkarnir athuga hvort sveitarstjórnin væri tilbúin að leggja til þann kostnað sem þyrfti til að koma honum í stand. Erindið vakti áhuga hjá fréttastofu RÚV og komu þau í heimsókn til krakkanna í 7.-8. bekk þann 27. mars s.l. Það vakti athygli fréttamannanna hvað krakkarnir voru prúð og hversu vel þau kæmu fram. Við þökkum RÚV fyrir komuna og það má sjá krakkana í fréttatímanum sunnudaginn 30.mars.