Gjöf frá Kvenfélagi Dyrhólahrepps
Kvenfélag Dyrhólahrepps færði Nemendasjóði Víkurskóla 180.000 krónur nú á dögunum. Gjöfin er ágóði af árlegum kökubasar félagsins og ætluð til styrktar árshátíðarverkefni Víkurskóla sem að þessu sinni er Kardemommubærinn. Nemendur og starfsfólk skólans þakka kvenfélaginu kærlega fyrir gjöfina.