Vegleg Gjöf

Skólanum barst á dögunum vegleg gjöf frá einum samstarfsaðila okkar í Erasmus+. Það var hún Tamara Ryzner frá skólanum Liceum Ogólnokształcące im. Juliusza Słowackiego w Przemyślu í Póllandi sem sendi okkur fína beinagrind til að nota í náttúrufræðikennslunni.

Hún sá hvað ég var hrifin af beinagrind sem var í skólanum hennar og ákvað hún því að senda okkur eintak að gjöf. Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát og ánægð með gjöfina, sem hefur fengið nafnið Kalli og á hann heima í heimastofu 9.–10. bekkjar.

Gaman að segja frá því að á döfinni stendur til að halda áfram góðu samstarfi við Tamöru og nemendur hennar gegnum gáttina hjá eTwinning.

Victoria Reinholdsdóttir

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is