Dagur íslenskrar tungu

Að venju var Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Víkurskóla. Nemendur og starfsfólk stóðu fyrir skemmtun sem kölluð er Kaffihúskvöld Víkurskóla en það er jafnframt fjáröflun fyrir Ferðasjóð nemenda. Að þessu sinn sáu nemendur alfarið um skemmtiatriði með aðstoð kennara og starfsmanna. Nemendur sáu líka um að baka og gera glæsilegt veisluborð fyrir gesti kvöldsins. Viðburðurinn var eins og alltaf afar vel sóttur. Nemendur 1. bekkjar og elsti hópur leikskólans voru með sameiginlegt söngatriði, nemendur 2.-3. bekkjar sungu þekkta vísu Jónasar Hallgrímssonar, Buxur, vesti brók og skó, þau lásu líka upp frumsamin ljóð. Nemendur í 4.-6. bekk gáfu innsýn í verkefni sem þau hafa unnið í Drangamixi, verkefnið fjallar um Landvætti Íslands, þau tóku jafnframt lagið. Nemendur 7. bekkjar lásu Veðurvísur Jónasar og nemendur 8. bekkjar sögðu frá ævi þjóðskáldsins okkar. Fulltrúar nemendaráðs, Íris, Andri og Diljá voru kynnar kvöldsins. Nemendur 9.-10. bekkjar sáu um að stilla öllu fallega upp fyrir kvöldið og aðstoðuðu við frágang. Sannarlega skemmtilegur viðburður.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is