Dagur stærðfræðinnar – Sköpun og samvinna í anda tölunnar pí
Þann 14. mars var haldið upp á Dag stærðfræðinnar í grunnskólanum okkar. Dagsetningin er engin tilviljun, en 14.3. vísar til tölunnar π (pí) sem er eitt þekktasta tákn stærðfræðinnar.
Að þessu sinni var þema dagsins „Stærðfræði, listir og sköpun“. Allir nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þar sem unnið var í blönduðum hópum þvert á aldur. Elstu og yngstu nemendur unnu saman að spennandi viðfangsefnum sem byggðu á tengingu stærðfræði við myndlist, hönnun og sköpun.
Dagurinn var bæði notalegur og gott uppbrot frá hefðbundnu skólastarfi. Það var gaman að sjá hversu fjölbreyttar nálganir urðu til þegar stærðfræðin fékk að blómstra í gegnum listir og sköpun.