Dans, dans, dans
Fastir liðir í skólastarfinu og námi nemenda er að læra grunn í dansi. Við fáum Jón Pétur til okkar tvisvar yfir skólaárið sem er ómetanlegt. Að þessu sinn fór opna æfingin fram í Leikskálum þar sem fjölskyldum nemenda var boðið að koma og fylgjast með og taka þátt í skemmtilegu balli í lokin.