Andleg og líkamlega heilsa, fyrirlestur fimmtudaginn12. október klukkan 17

Næstkomandi fimmtudag fáum við til okkar áhugaverðan fyrirlestur fyrir allt skólasamfélagið. Í þessum fyrirlestri fer Einar Örn sjúkraþjálfari yfir mikilvægi hreyfingar og réttrar líkamsbeitingar þegar kemur að líkamlegri heilsu barna og unglinga. Einnig fer hann yfir áhrif orkudrykkjaneyslu á svefn og hversu skaðleg mikil neysla á þessum drykkjum getur verið.

Margrét Lára sálfræðingur og íþróttafræðingur fer yfir nokkra þætti sem að nemendur geta nýtt sér til að auka andlegt heilbrigði sitt. Hvernig nemendur geta byggt upp sjálfsmynd sína og verið þar með betur undirbúin til að takast á við streitu, mótlæti eða erfiðleika í leik og starfi. Einnig fer Margrét Lára yfir mikilvægi svefns og aðferðir til að auka svefngæði.

Þessi viðburður er samstarfsverkefni Skólaráðs og Foreldrafélags Víkurskóla.

 

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is