Drangamix – morgunverðarhittingur
Á dögunum héldum við morgunverðaboð í skólanum okkar, þar sem nemendur fengu tækifæri til að kynna verkefni sín um Ísland fyrir foreldrum. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og sýndu bæði þekkingu og metnað í sínum kynningum.
Að lokinni kynningu settust allir saman við kaffiborð, þar sem foreldrar höfðu lagt til veitingar í anda pálínuboðs. Þessi samvera skapaði gott tækifæri til að njóta stundarinnar.
Viðburðurinn tókst afar vel, og var sérstaklega ánægjulegt að sjá hve vel foreldrar tóku þátt, sem endurspeglar sterkan stuðning þeirra við skólastarfið.