ERASMUS+ HEIMSÓKN Í VÍKURSKÓLA
Nemendur unglingadeildar Víkurskóla byrjuðu snemma þetta skólaárið að vinna í Erasmus+ verkefni skólans. Dagana 20.–27. september tókum við á móti 11 nemendum og 2 kennurum frá Mittelschule Wörth, grunnskóla í þýska bænum Wörth an der Donau í Bajurlandi.
Verkefni um stafrænt heilbrigði
Þar sem Evrópusambandið hefur lýst árið 2025 að evrópuári stafrænnar borgararvitundar, var ákveðið að vinna verkefni með nemendum tengd stafrænu heilbrigði.
Nemendur unnu verkefni af vefsiðunni commonsense.org. Þar kynntust þeir því hvernig má þekkja aðferðir sem eru notaðar til að halda notandum sem lengst við skjánum. Einnig lærðu þeir hvað megi gera til að forðast að festast í viðjum skjáfíknar.
Að auki unnu nemendur verkefni sem fjallaði um neteinelti: hvað það er, hvernig maður þekkir einkenni þess að barni manns sé þolandi eða gerandi í neteinelti og hvað þá sé hægt að gera. Sem lokaverkefni bjuggu nemendur til kynningarbæklinga á mismunandi tungumálum sem voru síðan afhentir foreldrum í foreldraviðtölum í október síðastliðnum.
Uppeldi til ábyrgðar og menningardagskrá
Í anda uppeldis til ábyrgðar tóku nemendur þarfakönnun og útbjuggu plakat um sjálfa sig þar sem þeir lýstu sterkustu þörfum sínum og áhugamálum.
Á evrópska tungumáladaginn, 26. september, var unnið með myndmál og orðatiltæki á mismunandi tungumálum. Nemendur bjuggu til plakat með orðatiltækjum með svipaðri þýðingu á ensku, sænsku, þýsku, ungversku og pólsku sem voru síðan sett upp á samkomusal skólans.
Skemmtun og menningarupplifun
Nemendur gerðu einnig ýmislegt annað á meðan heimsóknin stóð. Þeir fóru meðal annars í fjallgöngu yfir Reynisfjall og skoðuðu Reynisfjöru, þar sem var stoppað í kakó og kökur í Svörtu fjöru.
Á frítíma fóru nemendur í leiki og karaóke, auk þess sem í skólanum var haldið sameiginlegt bekkjarkvöld fyrir 7.–10. bekk. Nemendur skelltu sér einnig í Zip line og fóru í skoðunarferð að Sólheimajökulum og Skógafoss, svo eitthvað sé nefnt.
Næstu skref
Nemendur 9. og 10. bekkjar Víkurskóla stefna á að heimsækja vini sína í Wörth eina viku í apríl 2026. Þá stendur til að fræðast um mismunandi umhverfismál, eins og til dæmis orkumál í Evrópu og hvernig Þýskaland vinnur að því að ná umhverfisvænni orkuskiptum.




















