Gjöf barst frá jólasveininum
Við urðum nú aldeilis hissa þegar Pósturinn í Öldunni hafði samband og sagði að við ættum pakka og bréf frá jólasveininum. Það kom á daginn að þessi pakki hafði ekki komið með póstbílnum heldur náðist á myndband úr öryggismyndavél þegar jólasveinninn kemur í eigin persónu að nóttu til inn í Ölduna og skilur pakkann eftir! Það sem hann gerði svo líka verður ekki sagt frá hér. Við sendum jólasveininum kærar þakkir fyrir þennan óvænta glaðning. TAKK JÓLI!





