Göngum í skólann
Hvatningarverkefnið ,,Göngum í skólann’’ hófst í dag, 6. september. Víkurskóli tekur að sjálfsögðu þátt enda verkefnið hluti af stefnu skólans sem Heilsueflandi skóla. Þessi dagur er að verða hefðbundinn í skólstarfinu. Nemendur og starfsmenn hittust á sal þar sem verkefnið var kynnt og nemendur hvattir til, þeir sem hafa tök á að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Eins munu kennarar nýta fjölmörg tækifæri sem gefast næsta mánuðinn til þess að færa kennsluna út fyrir veggi skólans og þá með tilheyrandi hreyfistundum. Eftir kynningu á sal tóku þau Guðjón Örn (10.b) og Maja (1.b) að sér að draga fána Heilsueflandi skóla að húni. Að því búnu var haldið á Syngjandann sem er útikennslustofa Víkurskóla þar sem þau Katrín og Adam íþróttakennarar skólans skipulögðu skemmtilega leiki fyrir allan hópinn.