Hönd í hönd
Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti var 21.mars síðastliðin. Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti fór fram 16.-23. mars og voru grunnskólar og félagsmiðstöðvar á landinu öll hvött til að taka þátt. Víkurskóli tók höndum saman og myndaði keðju á skólalóðinni og sýndi þannig samstöðu með margbreytileika. Við tókum einnig þátt með samtali við nemendur um rasisma, beinan og óbeinan, og mikilvægi virkrar samstöðu.