Kaffihúsakvöld 2023

Einn af föstu póstum skólastarfsins er kaffihúskvöld Víkurskóla í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Að þessu sinni kom Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og myndskreytir til okkar. Hún las úr bókum sínum en hún leggur áherslu á að semja bækur fyrir mismunandi áhugasvið barna enda eins og hún segir krakkarnir eiga líka að geta valið sér bókmenntategundir eins og fullorðnir.

Nemendur Víkurskóla tóku einnig þátt í kvöldinu, nemendur 7. bekkjar lásu upp ljóð eftir Jónas Hallgrímsson í tilefni af því að æfingatímabil fyrir upplestrarkeppnina Röddina hefst á þessum degi. Kór Tónskóla Mýrdælinga söng og var þetta í annað skiptið sem þessi glænýi barnakór kom fram undir stjórn Alexöndru Chernyshovu. Síðast en ekki síst þá tóku allir nemendur skólans þátt í að baka fyrir kaffihúsið en hún Victoria Reinholdsdóttir töfraði fram glæsilegt kaffihlaðborð með nemendum. Á veggjum skólans gaf að líta verkefni sem unniðhefur verið að í haust, m.a. stórt þemaverkefni nemenda í 2.-6. bekk sem fjallaði um Fugla og gróðurfar í Mýrdalshreppi. Að venju var húsfyllir á þessum viðburði.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is