Lestrartréð, lestrarátak Skólabókasafnsins
Skólabókasafnið okkar hefur aldeilis tekið stakkaskiptum í vetur undir stjórn Lisu Kaplon bókasafnsfræðings. Undir hennar stjórn var mjög skemmtilegt lestrarhvatningarverkefni á aðventunni. Í næstu viku fer af stað lestrarátak fyrir vorönn sem er samstarfsverkefni Lisu og Editar listakennara og nemenda í 4.-6. bekk. Lestrarátakið kalla þær Lestrartréð. Við hvetjum foreldra/forráðamenn til að kíkja við á bókasafninu.
Hér fylgir líka tengill á kynningarbréf vegna þessa frábæra verkefnis. Lestrarátak vorönn 2025 – boðsbréf