Samþættingarverkefni varðandi umhverfið

Nemendur í 2. og 3. bekk eru undanfarið búnir að vera að vinna að þematengdu samþættingarverkefni varðandi umhverfið, sjálfbærni og mengun og rusl í umhverfinu. Rætt var um skaðsemi plasts í umhverfinu og hvernig við viljum ganga um náttúruna, farið var í ruslatínsluferðir um nágrennið, ruslið flokkað, vigtað og farið með það í endurvinnslu. Tekið var til hliðar það rusl sem við töldum að nýta mætti til listrænnar endurvinnslu og unnið með það í að búa til hin ýmsu listaverk, eins og eldfjall, fjós, veitingastað í þorpinu og náttúrulistaverk

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is