Skíðaferð

Þriðjudaginn 9. febrúar skelltum við okkur á skíði í Bláfjöll með nemendur í 7.-10. bekk. Veðrið lék við okkur og nemendur og starfsmenn skemmtu sér konunglega og áttu góðan dag saman. Á heimleið stoppuðum við á Skalla á Selfossi og borðuðum saman.
Frábær dagur í alla staði og við erum strax farin að hlakka til næstu ferðar.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is