Skíðaferð í Bláfjöll
Þann 15. mars s.l. fóru nemendur í 6.-8. bekk í skíðaferð í Bláfjöll. Að venju var mikil spenna í kringum ferðina en hún gekk mjög vel og krakkarnir nutu þess að renna sér í brekkunum. Á leiðinni heim stoppuðum við í pizzaveislu á Gallerý Pizza á Hvolsvelli og voru allir komnir til síns heima fyrir kl 20:00.