Skólapeysur
Nemendur á elsta stigi Víkurskóla tóku valáfanga sem hét Fjáröflun. Hlutverk nemenda var að koma með hugmyndir að fjáröflunum, skipuleggja hlutverk hvers og eins, framkvæmd fjáröflunarinnar og utanumhald fjármála. Elstu nemendur skólans komu með þá hugmynd að safna fyrir skólapeysum. Krakkarnir skipulögðu fjáröflunina þau héldu hnallþóruhappdrætti og slógu hvergi af í baksturshæfileikum. Vinningshafar voru afar ánægðir og færum við samfélaginu hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur. Þá lásu nemendur á elstastigi í 24 klst og báru út Regnbogabæklinginn fyrir Regnbogahátíð. Nemendur eru mjög ánægðir með nýju skólapeysurnar.