Þorrablót Víkurskóla 2021

Árlegt þorrablót fór fram í dag. Blótið er einn af föstum liðum skólastarfsins og haldið er fast í hefðir á þessum degi. Nemendur 10. bekkjar tóku að sér að leggja á borð fyrir blótið og gerðu það með glæsibrag. Þegar allir höfðu fengið sér góðan skammt af þorramat þá var flutt dagskrá á sal. Nemendur sungu hefðbundin þjóðleg lög við undirleik Brians Haroldssonar tónskólastjóra. Nemendaráð flutti annál ársins þar sem rifjaðir voru upp viðburðir síðasta árs í skólanum. Engum til furðu var Covid oft nefnt til sögunnar. Þá var tekið til við spil, nemendur í 5.-10. bekk spiluðu félagsvist og nemendur í 1. -4. bekk spiluðu Ólsen, Ólsen. Að aflokinni spilakeppninni var slegið upp balli á sal. Sigurvegarar í spilakeppninni voru Þau Alexandra Hrönn Ágústsdóttir í 1.bekk og Björn Vignir Ingason í 9. bekk. Virkilega vel heppnaður dagur.

 

Fleiri myndir.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is