1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði.

Þann 29. apríl síðastliðin fóru 1. og 2. bekkur í heimsókn í sauðburð á bæinn Ketilsstaði. Staðarhaldarar buðu okkur velkomin og fylgdu okkur í fjárhúsin þar sem sauðburður var í fullum gangi. Eftir fjárhúsheimsókn fórum við í göngutúr upp að Oddnýjartjörn. Þar var gaman að vaða og skemmtilegir skrækir heyrðust langar leiðir. Eftir að hafa vaðið og fundið allskonar dýrðgripi við vatnið var nestinu gerð góð skil. Því næst gengum við til baka en fórum þó aðra leið og komum niður á bænum Hvammbóli. Á heimleiðinni gengum við fram á Laugastein og þar sagði Salóme Þóra okkur sanna sögu sem tengist nafni steinsins. Við þökkum staðarhöldurum á Hvammbóli og Ketilsstöðum kærlega fyrir móttökurnar.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is