1. og 2. bekkur hafa í vetur verið í samskiptum við 1. og 2. bekk úr Laugalandsskóla í svokölluðu vinabekkjarverkefni. Þessi samskipti hafa vakið hjá þeim mikla gleði og ánægju og á dögunum kom loksins að því að bekkirnir gætu hisst. Víkurskóli heimsótti vini sína á laugalandi í síðustu viku og fóru m.a að skoða stæsta manngerða helli á Íslandi að Hellum sem að þótti heldur betur áhugaverður, einnig léku krakkarnir sér saman og enduðu svo daginn í sundi. Í liðinni viku kom svo Laugalandsskóli í heimsókn til okkar í Víkurskóla og fórum við með þeim um þorpið okkar sem að skartaði sínu fegursta í dásamlegu veðri. Við forum m.a og heimsóttum Hörpu í Kötlusetri sem að sagði okkur aðeins frá Kötlusetri og sýndi okkur svo Skaftfelling sem að þótti heldur betur áhugavert. Einnig forum við í ratleik um þorpið og Hjördís sagði öllum þjóðsöguna um Reynisdranga. Svona verkefni kemur inná annsi marga þætti skólastarfsins en hvað mikilvægast er hversu mikill styrkur það er í félagsfærni krakkana að kynnast nýjum krökkum, sýna þeim vinsemd, virðingu og hlýju sem að svo sannarlega einkenndi þessa daga. Frábært í alla staði!

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is