Skólahreysti 2022.

Keppnislið Víkurskóla stóð sig með prýði í undanúrslitum Skólahreysti sem fram fór 27. apríl í beinni útsendingu á Rúv og hafnaði hópurinn í 4 sæti riðilsins. Stuðningslið nemenda í 7.-10. bekk fylgdi sínu liði fast eftir og lét sitt ekki eftir liggja á óhorfendapöllunum. Keppnislið Víkurskóla skipaði, Arnfríður Mára, Egill, Patrik Örn, Kristófer Ek og Stephanie Ósk. Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju. Þjálfari liðsins í vetur er Katrín Waagfjörð íþróttafræðingur. Það er ekki sjálfgefið að svona lítill skóli eins og okkar geti tekið þátt viðlíka keppni og att kappi við miklu fjölmennari skóla. Nemendur Víkurskóla eru í dag 57 talsins.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is