Skíðaferð í Bláfjöll
Nemendur í 7.-10. bekk fóru í skíðaferð í Bláfjöll 7. febrúar. Eins og alltaf er mikil spenna í kringum skíðaferðir skólans þar sem þetta er talsvert ferðalag og alltaf ótryggt hvernig aðstæður eru á skíðasvæðinu. Ferðin gekk mjög vel og krakkarnir nutu þess að renna sér í brekkunum. Á heimleiðinni var stoppað í pizzu í Hveragerði og allir komnir til síns heima fyrir klukkan 20:00. Góður upptaktur fyrir Lífshlaupið sem hófst einmitt þennan dag.