Bátaverkefni 1.-2. bekkjar.
Nemendur í 1.-2. bekk unnu samþætta lokaverkefni í listum og náttúrufræði undir stjórn Kolbrúnar Hjörleifsdóttur. Markmið verkefnisins var ma. að kynna nemendum sögu Skaftfellings og siglingar hans til Víkur farmurinn var margvíslegur en m.a. nýlenduvörur. Nemendur fræddust um að áður fyrr komu vörurnar á vorin með skipi en í dag getum við fengið vörur með flutningabílum daglega. Nemendur hönnuðu sína eigin báta og þeir voru ,,sjósettir’’ á læknum við tjaldstæðið í Vík, farmurinn var ekki hveiti og rúgur heldur var að þessu sinni notast við Cherrios. Skemmtileg samþætting námsgreina og nemendur voru margs vísari og nutu sín við að fleyta bátunum á læknum.