Gleðigjafar heimsóttu íbúa Hjallatúns.

Krakkarnir í 1.-4. bekk fóru í veðurblíðunni núna í maí í heimsókn til íbúa á Hjallatúni og sungu fyrir þá ýmis falleg vorlög undir stjórn Margrétar Steinunnar Guðjónsdóttur. Heimsóknir barna í Víkurskóla m.a. á Hjallatún eru fastur liður í skólastarfinu og hafa þann tilgang að gleðja aðra og styrkja böndin við nærsamfélagið. Eins og alltaf var tekið afar vel á móti krökkunum og þau voru leyst út með veitingum.

Mánabraut 3-5
870 Vík
Sími: 487-1242
Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is