Dagur íslenskrar náttúru

Á degi íslenskrar náttúru fóru nemendur, 1. og 2. bekkjar og gerðu náttúrulistaverk í Víkurfjöru. Á leiðinni fræddust nemendur um haustið, örnefni og það sem fyrir augu bar á leiðinni, síðan vöru sköpuð mismunandi listaverk, allt eftir innblæstri nemenda. Þau söktu sér í listsköpunina. Þegar heim var komið töluðum við um Ómar Ragnarsson, sem dagurinn er tileinkaður, en hann átti 80 ára afmæli. Nemendur 3. – 4. bekkjar fóru í útikennslustofu skólans á Syngjandanum, sögðu sögur, fræddust um Ómar og hans mikla starf í þágu íslenskrar náttúru, lagt var á ráðin um næstu útikennsluferð, sungin nokkur lög og farið í frispígolf. Þetta var góður og eftirminnilegur dagur.

Fleiri Myndir

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is