Dans

Jón Pétur Úlfljótsson danskennarinn okkar kom í annað sinn á skólaárinu nú í janúar. Danskennslan er alltaf vel þegið uppbrot í skólastarfið og partur af námi barna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Að þessu sinni kenndi Jón Pétur krökkunum að búa til sinn eigin dans og það var vinsælt. Námskeiðinu lauk með opinni æfingu þar sem foreldrar og forráðamenn fjölmenntu að vanda.

Heimsókn á Hjallatún

Nemendur í 1.-6.bekk Víkurskóla heimsóttu Hjallatún nú á aðventunni og sungu fyrir þau jólalög. Brian spilaði undir fyrir okkur og nutum við stundarinnar og veitinganna sem okkur voru boðnar eftir sönginn.

Íþróttadagur Víkurskóla

Skemmtileg hefð að brjóta upp skólastarfið og efla heilsuhliðina. Nemendur unnu á stöðvum 20 mínútur í senn og brosið skein af hverju andliti. Myndirnar tala sínu máli.

Strandmælingar í Víkurfjöru

Mánudaginn 5. desember fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Víkurfjöru í strandmælingar. Þau tóku ljósmyndir í fjörunni, tóku loftmyndir með dróna og mældu hvert snið í fjörunni.

Þetta er í fyrsta skipti sem mælingar af þessari gerð hafa verið gerðar á Íslandi. Því mætti segja að Víkurskóli, ásamt Kötlu jarðvangi, sé að ryðja brautina fyrir framtíðarrannsóknir þar sem þessar mælingar munu hafa mikið vægi, t.d. við ákvarðanatöku um byggð við strandir landsins.

Nú er búið að gera nokkrar mælingar og strax má sjá samband milli vindáttar og rofs í fjörunni. Athyglisvert verður að fylgjast með niðurstöðum næstu ára.

Heimasíða verkefnisins er í vinnslu og verður birt innan skamms.

Rithöfundur í heimsókn 1. desember á fullveldisdegi Íslands.

Einn af liðum jóladagkrárinnar þetta árið var að fá Lilju Magnúsdóttur rithöfund sem búsett er á Kirkjubæjarklaustri í heimsókn. Lilja hefur nýlega gefið út barnabókina Gaddavír og gotterí sem hún las úr fyrir nemendur í 1.-6. bekk. Sannarlega ánægjuleg stund og við þökkum Lilju kærlega fyrir komuna.

 

Jóladagskrá Víkurskóla

Hér er yfirlit yfir það helsta sem er á döfinni fram að jólaleyfi nemenda.

Jóladagskrá 2020

Dagur íslenskrar tungu – kaffihúskvöld Víkurskóla

Víkurskóli heldur upp á Dag íslenskrar tungu með  árlegu kaffihúskvöldi, að þessu sinni 17. nóvember sl. Það var afar ánægjulegt að sjá hversu margir komu á þennan árlega viðburð sem við höfum þurft að fella niður sl tvö ár. Nemendur sáu um að baka, skreyta og raða upp með starfsmönnum skólans. Nemendur í 3.-6. bekk lásu upp ljóð og nemendur í forskóla og 1.-6. bekk sungu. Aðalgestur kvölsins var rithöfundurinn og ljóðskáldið góðkunna Gerður Kristný. Í alla staði vel heppnaður viðburður.

Heimilsfang: Mánabraut 3 |  Pósthúmer: 870 Vík | Símanúmar: 487 1242 | Netfang: vikurskoli@vikurskoli.is

Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 487-1242 eða á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is